Utanríkisráðuneyti, umhverfisráðuneyti, Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir, Alþjóðamálastofnun og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi boða til opins fundar um Ríó+20, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, sem fram fer í Ríó de Janeiro í júní n.k. Á Ríó+20 verður áhersla m.a. lögð á endurnýjuð pólitísk heit og græna hagkerfið sem leið að sjálfbærri þróun.Fundurinn verður haldinn þann 16. apríl n.k. frá 9:00 til 12.00Staðsetning: Oddi-01, Háskóla Íslands

Dagskrá:

Fundarstjóri Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar fróða.

09.00-09.10 Ávarp umhverfisráðherra Svandísar Svavarsdóttur

09.10-09.20 Undirbúningur vegna Ríó + 20. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, deildarstjóri umhverfis- og auðlindaskrifstofu utanríkisráðuneytis

09.20-09.35 Græna hagkerfið – atvinnustefna fyrir 21. öldina. Skúli Helgason alþingsmaður og formaður nefndar Alþingis um grænt hagkerfi

09.35-09.50 Íslensk sveitarfélög á leið til lífvænlegar framtíðar. Lúðvík E. Gústafsson, Sambandi íslenskra sveitarfélaga

09.50-10.10

Kaffihlé

10.10-10.35 Hverju breytti Ríófundurinn ’92 – hin grýtta leið frá hugmyndum til breyttrar hegðunar. Auður Ingólfsdóttir sviðstjóri félagsvísindasviðs Háskólans á Bifröst

10.35-10.50 Grænt atvinnulíf – vöxtur og tækifæri. Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku

10.50-11.00 Ríó+20 - hvað þarf til? Árni Finnson, Náttúruverndarsamtökum Íslands

11.00-11.50 Pallborðsumræður: Umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir og fulltrúar stjórnmálaflokka: Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokki, Skúli Helgason Samfylkingu, Birgitta Jónsdóttir Hreyfingunni og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki.11.50-

12.00 Samantekt fundarstjóra og fundarslit.

Birt:
12. apríl 2012
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Leiðin til Ríó - sjálfbær þróun og tækifæri græns hagkerfis“, Náttúran.is: 12. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/12/leidin-til-rio-sjalfbaer-throun-og-taekifaeri-grae/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: