Jólamarkaður við Elliðavatn
Í ár býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á nýjung í undirbúningi jólanna, með jólamarkað við Elliðavatn, í Elliðavatnsbænum. Jólamarkaðurinn opnar laugardaginn 28. nóvember og verður opinn alla laugardaga og sunnudaga fram að jólum eða tl 20. desmember, milli kl. 11:00 og 18:00.
Þar verða meðal annars til sölu munir eftir íslenska hönnuði, handverks- og listiðnaðarfólk. Einnig skreytingar, kransar, og skreyttar greinar úr efni skógarins sem nemar í Garðyrkjuskóla Íslands og fleiri hafa unnið.
Í Gamla salnum verður handverksfólk með vörur sínar og að sjálfsögðu boðið uppá ilmandi ný bakaðar vöfflur og kakó. Þær Auður og Ásta verða með ýmis konar handunnar jólaskreytingar úr efniviði skógarins. Til sölu er einnig eldiviður, könglar, trésneiðar, furugreinar, barrnálar, trédrumbar, börkur og mosi – allt ný tist þetta í fallega hurðarkransa, borðskraut, innpökkunarefni eða jólatrésskraut. Jólatré verða til sölu á hlaðinu við Elliðavatnsbæinn.
Rjóðrið er trjálundur rétt við Elliðavatnsbæinn þar sem hægt er að setjast á bekki kringum logandi varðeld.
Barnastundin verður þar klukkan 14:00 og þá kemur barnabókahöfundur og les upp fyrir börnin og auk þess verður farið í náttúruleiki. Jólasveinar koma í heimsókn þegar nær dregur jólum og heilsa upp á börn og fullorðna.
Ljósmynd: Stafafura [Pinus contorta], Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Reykjavíkur „Jólamarkaður við Elliðavatn“, Náttúran.is: 19. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/19/jolamarkaour-vio-ellioavatn/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. nóvember 2010