Leiðtogar stærstu iðnríkjanna búnir að komast að samkomulagi
Leiðtogar helstu iðnríkja heims, Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína og Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, komust að samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum nú í kvöld.
Ekki er ljóst nákvæmlega í hverju samkomulagið felst en samkvæmt erlendum fjölmiðlum mun Obama tilkynna það síðar í kvöld á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn.
Viðræður á loftslagsraðstefnunni í Kaupmannahöfn virtust vera stefna í þrot fyrr í dag en nú berast þessar óvæntu fréttir frá Danmörku.
Mynd: Obama í Kaupmannhöfn, af visir.is.
Birt:
18. desember 2009
Tilvitnun:
Vísir.is „Leiðtogar stærstu iðnríkjanna búnir að komast að samkomulagi“, Náttúran.is: 18. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/18/leiotogar-staerstu-ionrikjanna-bunir-ao-komast-ao-/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.