Orð dagsins 2. júní 2008

Flest eða öll brúnkukrem innihalda efni sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu (IMS) kannaði nýlega efnainnihald í 10 mismunandi kremum af þessu tagi. Ekkert þeirra var alveg laust við varasöm efni. Átta af þessum 10 tegundum innihéldu ilmefni, og þar af fundust skráningarskyldir ofnæmisvaldar í 6 vörutegundum. Sjö af tíu vörutegundum innihéldu parabena, sem óttast er að geti truflað hormónastarfsemi líkamans. Að mati IMS ættu neytendur að eiga þess kost að kaupa brúnkukrem án varasamra efna, enda er slíkt val mögulegt við innkaup á flestum skyldum vörutegundum.
Lesið frétt IMS 31. maí sl.

Birt:
2. júní 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Brúnkukrem skaðleg heilsu og umhverfi“, Náttúran.is: 2. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/02/brunkukrem-skaoleg-heilsu-og-umhverfi/ [Skoðað:23. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. júní 2008

Skilaboð: