Helguvík er Kárahnjúkar upp á nýtt
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur flutti jólahugleiðingu í þættinum „Uppskeruhátíð orðanna“ í Ríkisútvarpinu á jóladag. Pistill Steinunnar var mögnuð hugleiðing um jólin, þjóðina og bjánaganginn sem leyfir einhliða stóriðjustefnu að kaffæra þjóðina, aftur og aftur.
Steinunn skefur ekki utan af því þegar hún sendir fyrrverandi og núverandi stjórnarliðum kaldar kveðjurnar og minnir á þá staðreynd (vitnar þar í grein eftir Stefán Hafstein), að enn sé verið að ganga þann villuveg að leggja 90% af eggjum þjóðarinnar i eitt hreiður; Álhreiðrið.
Sterkar vísbendingar séu um að ekkert hafi breyst frá því er ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun hafi verið tekið. Sami pólitíski leikurinn sé nú leikinn upp á nýtt. Jafnvel þó að ekki sé vitað hvaðan orkan eigi koma. Það á að þjösnast með risaraflínumr í gegnum vatnsból Reykavíkur. Helguvík er Kárahnjúkar upp á nýtt segir Steinunn.
Hlusta á jólahugleiðingu Steinunnar Siguðardóttur á vef ruv.is.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Helguvík er Kárahnjúkar upp á nýtt “, Náttúran.is: 26. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/26/helguvik-er-karahnjukar-upp-nytt/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 27. desember 2009