Málþing í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 19. mars, kl. 12:15-13:30.

Undanfarin misseri hefur umræða um nýjar áherslur í atvinnuuppbyggingu á Íslandi verið áberandi. Sumir vilja halda því fram að umhverfisáherslur séu eða ættu að vera kjarninn í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Mikilvægt er að líta til reynslu annarra af mótun nýrra atvinnutækifæra. Leo Christensen hefur undanfarin 10 ára leitt nýjar áherslur í atvinnumálum í sveitarfélaginu Lálandi (Lolland kommune) í Danmörku. Þegar hann hóf störf var atvinnuástand á svæðinu mjög bágborið, atvinnuleysi um 20% og svæðið talið tilheyra fátækasta hluta Danmerkur. Sveitarfélagið ákvað að snúa við blaðinu og skapa ný atvinnutækifæri á eyjunni með sérstakri áherslu á vistvæna orkugjafa. Þetta varð til þess að ný r iðnaður skapaðist á Lálandi, störf urðu til og atvinnuleysi er nú einungis um 3%. Þetta starf Leo Christensen hefur vakið mikla athygli víða um lönd og m.a. fengið umfjöllun í New York Times. Hann mun segja frá starfi sínu á Lálandi og ræða við málþingsgesti í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, fimmtudaginn 19. mars nk.

Dagskrá málþings:

  • Setning - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi
  • Uppbygging í anda sjálfbærrar þróunar - Leo Christensen, atvinnumálafulltrúi Lolland kommune, Danmörku
  • Umræður
Fundarstjóri: Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrárskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Að málþinginu standa Félag umhverfisfræðinga á Íslandi og Staðardagskrárskrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Málþingið er öllum opið og fer fram á ensku. Mynd: Þuríður Guðmundsdóttir, frumkvöðull Móu við ætihvannaruppskeru. Ljósmynd: Bjarnheiður Jóhannsdóttir.
Birt:
16. mars 2009
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Gænar áherslur skapa störf“, Náttúran.is: 16. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/16/gaenar-aherslur-skapa-storf/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: