Áskorun frá NSÍ til sjávarútvegsráðherra
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands, haldinn í Reykjavík 29. maí 2007, skorar á sjávarútvegsráðherra að fara að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar og draga úr sókn í þorskstofninn með því að lækka aflareglu fyrir þorskstofninn úr 25% af veiðistofni í 16-18% af veiðistofninum árlega líkt og vísindamenn hafa lagt til.
Greinargerð:
Í ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar fyrir fiskveiðiárið 2006 – 2007, sem gefin var út fyrir ári síðan segir meðal annars:
Nefnd sjávarútvegsráðherra um langtímanýtingu fiskistofna lagði árið 2004 til breytingar á aflareglu þannig að aflamark hvers fiskveiðiárs skuli reiknað sem meðaltal af aflamarki fiskveiðiársins á undan og 22% af viðmiðunarstofni í upphafi úttektarárs. Niðurstöður nefndarinnar benda til að hagkvæmasta veiðihlutfallið sé á bilinu 18-23%. Ef framleiðsla hrygningarstofnsins verður með sama hætti og verið hefur á undanförnum áratugum er talið hagkvæmara að veiðiálagið sé í neðri mörkum þessa bils. Í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar og vísbendingar um þróun stofnsins á komandi árum leggur Hafrannsóknastofnunin til að aflaregla fyrir þorsk verði endurskoðuð. Einnig er brýnt að stjórnvöld setji sér markmið um uppbyggingu hrygningarstofnsins þannig að hann nái að minnsta kosti 350 þús. tonnum. Því markmiði má ná með því að lækka veiðihlutfall niður í 16% næstu fjögur fiskveiðiár eða að festa aflamarkið í 150 þús. tonnum. Að því búnu yrði aflamark ákvarðað sem 22% eins og lýst var að ofan.
Bls. 7 Miðað við núverandi sóknarþunga, veiðimynstur og kyný roska eru um 55% þorsks úr hverjum árgangi veidd áður en hann nær að hrygna.
Bls. 28.
Hafrannsóknastofnunin leggur til að gripið verði til markvissra aðgerða með setningu aflamarks og endurskoðun aflareglu. Jafnframt er lagt til að núgildandi reglur um hámarksmöskvastærð í netum verði í gildi enn um sinn. Auk þess leggur stofnunin til, í ljósi þess að hlutfall stórfisks í stofninum hefur lækkað mikið á undanförnum áratugum, að farið verði sérstaklega yfir það hvort þörf sé á frekari verndunaraðgerðum á hrygningarslóðum.
Bls. 28.
Greinargerð:
Í ástandsskýrslu Hafrannsóknarstofnunar fyrir fiskveiðiárið 2006 – 2007, sem gefin var út fyrir ári síðan segir meðal annars:
Nefnd sjávarútvegsráðherra um langtímanýtingu fiskistofna lagði árið 2004 til breytingar á aflareglu þannig að aflamark hvers fiskveiðiárs skuli reiknað sem meðaltal af aflamarki fiskveiðiársins á undan og 22% af viðmiðunarstofni í upphafi úttektarárs. Niðurstöður nefndarinnar benda til að hagkvæmasta veiðihlutfallið sé á bilinu 18-23%. Ef framleiðsla hrygningarstofnsins verður með sama hætti og verið hefur á undanförnum áratugum er talið hagkvæmara að veiðiálagið sé í neðri mörkum þessa bils. Í samræmi við niðurstöðu nefndarinnar og vísbendingar um þróun stofnsins á komandi árum leggur Hafrannsóknastofnunin til að aflaregla fyrir þorsk verði endurskoðuð. Einnig er brýnt að stjórnvöld setji sér markmið um uppbyggingu hrygningarstofnsins þannig að hann nái að minnsta kosti 350 þús. tonnum. Því markmiði má ná með því að lækka veiðihlutfall niður í 16% næstu fjögur fiskveiðiár eða að festa aflamarkið í 150 þús. tonnum. Að því búnu yrði aflamark ákvarðað sem 22% eins og lýst var að ofan.
Bls. 7 Miðað við núverandi sóknarþunga, veiðimynstur og kyný roska eru um 55% þorsks úr hverjum árgangi veidd áður en hann nær að hrygna.
Bls. 28.
Hafrannsóknastofnunin leggur til að gripið verði til markvissra aðgerða með setningu aflamarks og endurskoðun aflareglu. Jafnframt er lagt til að núgildandi reglur um hámarksmöskvastærð í netum verði í gildi enn um sinn. Auk þess leggur stofnunin til, í ljósi þess að hlutfall stórfisks í stofninum hefur lækkað mikið á undanförnum áratugum, að farið verði sérstaklega yfir það hvort þörf sé á frekari verndunaraðgerðum á hrygningarslóðum.
Bls. 28.
Birt:
1. júní 2007
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Áskorun frá NSÍ til sjávarútvegsráðherra“, Náttúran.is: 1. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/01/skorun-fr-ns-til-sjvartvegsrherra/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.