Ellefta landsráðstefnan um Staðardagskrá 21 verður haldin á Hótel Stykkishólmi, föstudaginn 20. mars og laugardaginn 21. mars 2009.

Ráðstefnuhald hefst kl. 13.00 fyrri daginn og lýkur kl. 12.15 síðari daginn. Dagskrá ráðstefnunnar er fjölbreytt eins og sjá má hér að neðan. Enn eru þar nokkrir lausir endar, en dagskráin verður uppfærð jafnóðum og breytingar verða.

Skrá þarf þátttöku í ráðstefnunni í síðasta lagi fimmtudaginn 12. mars 2009. Eftir þann tíma er gisting ekki tryggð. Skráningar berist á netfangið

Sjá dagskrá ráðstefnunnar:

Dagskrá ráðstefnunnar:

Ráðstefnustjórar:
Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar
Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis

Kl. Föstudagur 20. mars
13.00

Setningarávarp                                     

  Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra
13.10 Undirritun Ólafsvíkuryfirlýsingarinnar
13.20 Ávarp

Erla Friðriksdóttir, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar
13.30 Ávarp

Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Samb. ísl. sv.fél.
   
  I. hluti - Endurreisn atvinnulífs á nýjum grunni
13.45 Endurreisn atvinnulífs á Lálandi
  Leo Christensen, atvinnumálafulltrúi Lolland kommune, Danmörku
14.15 Fyrirspurnir og umræður
   
  II. hluti - Staðardagskrá 21 á Íslandi og á Norðurlöndunum 
14.30 Samstarf Norðurlandanna um Dagskrá 21 og sjálfbæra þróun

Tryggvi Felixson, deildarstjóri og Loa Bogason, aðalráðgjafi,
Deild umhverfis- og auðlindamála,
skrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar, Kaupmannahöfn
14.50 Árangur Staðardagskrárstarfsins á Íslandi
  Kristbjörg Ágústsdóttir, Háskóla Íslands
15.10 Pallborðsumræður undir yfirskriftinni:
„Næstu skref í starfi Íslendinga að sjálfbærri þróun“

Dagur B. Eggertsson, stjórnarmaður í Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Katrín Georgsdóttir, sérfræðingur umhverfismála, Árborg
Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðuneytinu
NN
  Pallborðsstjóri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
verkefnisstjóri, Stofnun Sæmundar fróða HÍ og
formaður Félags umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ)
   
15.40 Kaffihlé
   
  III. hluti - Umhverfisvottanir - Tækifæri fyrir sveitarfélög
16.00 Green Globe vottun sveitarfélaganna á Snæfellsnesi

Róbert A. Stefánsson, formaður Framkvæmdaráðs GG á Snæfellsnesi 
16.20 BREEAM Umhverfisvottun bygginga

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs, EFLU Verkfræðistofu
16.40 Norræni svanurinn - Tæki fyrir sveitarfélög
  Anne Maria Sparf, Umhverfisstofnun
   
17.00

Skoðunarferð um Stykkishólm, þar sem m.a. verður fræðst
um svonefnda „Stykkishólmsleið“ í flokkun og meðhöndlun
úrgangs, skipulag gamla miðbæjarins o.fl.
(Gert er ráð fyrir að skoðunarferðinni verði lokið kl. 18.30)

   
19.00 Kvölddagskrá
 

Kvöldverður á Hótel Stykkishólmi
Önnur undirbúin og óundirbúin atvik

Kl.

Laugardagur 21. mars

  IV. hluti - Sparnaðartækifæri á samdráttartímum 
09.00 Græn innkaup - umhverfisáherslur til sparnaðar
  Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra Umhverfis-
og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
09.20 Að spara orku og peninga 
 

Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs

09.40 Vistvernd í verki - samstarf sveitarfélaga við íbúana

Sigrún Pálsdóttir, verkefnisstjóri Vistverndar í verki, Landvernd
   
10.00 Kaffihlé
   
  V. hluti - Samþætting áætlana
10.15 Að sjá heildarmyndina - Skipulag er ekki bara uppdráttur
  Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur Alta ehf.
10.35 Tengsl áætlana á vegum sveitarfélaga
  Eygerður Margrétardóttir, framkvæmdastýra Sd21 í Reykjavík
   
  VI. hluti - Pallborðsumræður  
10.55 Pallborðsumræður undir yfirskriftinni:
„Sjálfbær þróun í rekstri sveitarfélaga - Tækifæri eða 'vesen'“

Halldór Halldórsson, formaður stjórnar Samb. ísl. sv.fél.
Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri Fjarðabyggðar
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar
Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar
Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sviðsstýra Umhverfis-
og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar

Pallborðsstjóri: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Ildi ehf.
   
12.00

Ráðstefnuslit

  Danfríður Skarphéðinsdóttir, formaður Stþrihóps Sd21 á Íslandi 

Gert er ráð fyrir svigrúmi til stuttra spurninga úr sal í lok hvers erindis í hlutum III-V.

Markhópur:

Stjórnendur og starfsmenn sveitarfélaga og annað áhugafólk um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Ráðstefnan er öllum opin                               

   
Sýningarbásar:   Gert er ráð fyrir þeim möguleika að leyft verði að setja upp sýningarbása eða -standa í anddyri hótelsins meðan á ráðstefnunni stendur (í samráði við hótelið)
   
Kostnaður:

Ráðstefnugjald: kr. 6.000
Námsmenn fá 50% afslátt
Kaffiveitingar innifaldar
Reikningar verða sendir út að ráðstefnu lokinni

Gisting og matur: kr. 13.500
Gisting á Hótel Stykkishólmi, eina nótt í eins manns herbergi, morgunverður og þríréttaður kvöldverður, (kr. 10.000 á mann í tveggja manna herbergi)

   
Ferðir:

Bíll frá Trex fer frá BSÍ kl. 8.30 föstud. 20/3. Skipta þarf um bíl við vegamótin norðan við Vatnaleið kl. 10.55. Komið til St.h. 11.10.
Verð: kr. 4.100 aðra leið skv. upplýsingum frá BSÍ (jan. 2009),
Engin ferð er í boði til baka á laugardeginum.
Þeir sem koma á einkabílum eru hvattir til að samnýta ferðir og draga þannig úr kostnaði og losun gróðurhúsalofttegunda. Upplagt er að nota vefsíðuna http://www.samferda.net/ til að skipuleggja ferðina. Þar er hægt að skrá sig með löngum fyrirvara.

   
Skráning: Skrá þarf þátttöku í síðasta lagi fimmtudaginn 12. mars 2009.
Eftir þann tíma er gisting ekki tryggð. 
Skráningar berist á netfangið ragnhildur[hjá]umis.is
eða í síma 437-2311.
Birt:
27. febrúar 2009
Höfundur:
Staðardagskrá 21
Tilvitnun:
Staðardagskrá 21 „Staðardagskrárráðstefna í Stykkishólmi 2009“, Náttúran.is: 27. febrúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/02/27/staoardagskrarraostefna-i-stykkisholmi-2009/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. mars 2009

Skilaboð: