Auðlind - Náttúrusjóður var kynntur við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafni Íslands þann 20. júní sl. (sjá frétt) og síðan stofnaður við aðra hátíðlega athöfn á sama staða mánudaginn 1. desember. 

Á vef sjóðsins audlind.org segir m.a.: Náttúra Íslands er þjóðararfur, sameign núlifandi og komandi kynslóða. Náttúrusjóðurinn Auðlind er stofnaður til að standa vörð um auðlindir, lífsgæði og fjölbreytni íslenskrar náttúru og er sameign íslensku þjóðarinnar. Honum er ætlað að stuðla að verndun og efla virðingu fyrir þeim fágæta þjóðararfi sem náttúra Íslands er.

Birt:
3. desember 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Auðlind í formi náttúrusjóðs“, Náttúran.is: 3. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/04/auolind-i-formi-natturusjoos/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 4. desember 2008

Skilaboð: