Ef ónóg mjólk er í brjóstunum má örva mjólkurmyndun með brenninetlu, járnurt og fennikku. Beste r að taka jurtirnar inn í heitu tei þrisvar á dag. Drekkið mikið, sérstaklega af heitum drykkjum , en forðist kakó og kaffi sem geta haft samandragandi áhrif á mjólkurkirtlana.
Ef st0ðva þarf mjólkurframleiðslu í brjóstum má taka inn lyfjasalvíu í urtaveig eða sterku tei. Drekkið þrisvar á dag uns brjóstin eru þurr. Sárar geirvörtur geta valdið miklum óþægindum, sérstaklega á fyrstu vikum brjóstagjafar. Á sárar geivörtur er best að bera áburð úr kamillu og eða morgunfrú. Slíkur áburður fæst í mörgum heilsubúðum.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Brjóstagjöf“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/brjstagjf/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: