Pallborðsumræður um umhverfismál og kvikmyndir í Ráðhúsi Reykjavíkur mánudaginn 29. september Kl. 16.00-18.00

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík stendur fyrir pallborðsumræðum þar sem kvikmyndagerðarmennirnir Yung Chang, Konstanty Kulik, Ben Kempas og Teri McLuhan munu ræða kvikmyndir sem fjalla um umhverfismál og áhrif þeirra. Þarna ættu án efa að skapast spennandi umræður. Andri Snær Magnason stjórnar umræðunum.

Pallborðið er í tilefni af nýjum flokki á hátíðinni. Nýr heimur þar sem sérstök áhersla er á umhverfismál. Hér fyrir neðan má lesa nánar um flokkinn, en hægt er að kynna sér myndirnar og dagskrá hátíðarinnar

Nýr heimur
Sérstök áhersla er lögð á umhverfismál á hátíðinni í ár, en óhætt er að segja að þau brenni á heimsbyggðinni um þessar mundir. Heimildamyndaflokkurinn ný r heimur er ný r flokkur á hátíðinni og var stofnaður til þess að fjalla um þetta mikilvæga málefni á forsendum kvikmyndavélarinnar og til þess að rýna í ýmsa þætti umhverfismála. Þetta er breiður flokkur og fjallar bæði um mikilvægi vatns og vatnsbúskapar til einstakra lifnaðarhátta frumbyggja í Suður-Ameríku og myndirnar eru jafn-heillandi og áhrifaríkar og þær eru fjölbreyttar.

Til þess að undirstrika mikilvægi umræðu um umhverfismál verða sýndar á undan öllum myndum á dagskrá hátíðar í ár örmyndir sem fjalla um loftslagsbreytingar. Myndirnar eru sýndar í samstarfi við menningarstofnunina Lincoln Center í New York, en um er að ræða svokallaðar „Public Service Anouncements“. Örmyndirnar fjórar takast allar á við loftslagsvandann, hver á sinn hátt. „Reykblástur“ eftir Jonas Mayabb og „Stuðningsfundurinn“ eftir Alice Park skoða kómísku hliðina en „Kæruleysi“ eftir Hugo Stenson og „Flutningsdagur“ eftir Gregg Casson takast á við sorglegar afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna.

Allar þessar myndir miða að því að vekja til meðvitundar og hvetja til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Eftirtaldar myndir verða sýndar:
Um vatn: Fólk og gular dósir About Water: People and Yellow Cans (AUT)
Að fljóta: um ástina á vatninu Flow: For the Love of Water (USA)
Hvísl trjánna The Whispering of the Trees (GER)
Í leit að goðsögn In Search of a Legend (POL)
Upp Yangtze-fljótið Up the Yangtze (CAN)
Þungur róður Upstream Battle (GER)
Ruslriddarinn Garbage Warrior (UK)
Ísskápur Fridge (CZE)
Saga hlutanna The Story of Stuff (USA)

Grafík: Mynd úr The Story of Stuff.

Birt:
28. september 2008
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Íslands „Pallborðsumræður um umhverfismál og kvikmyndir“, Náttúran.is: 28. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/28/pallborosumraeour-um-umhverfismal-og-kvikmyndir/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. september 2008

Skilaboð: