Útikennslustofa opnuð í Höfðaskógi
Laugardaginn 3. maí kl. 14:00 verður formlega tekin í notkun útikennslustofa í fallegum lundi við Húshöfða, á athafnasvæði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
Hjónin Hörður Zóphaníasson og Ásthildur Ólafsdóttir gáfu Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar peningagjöf á 60 ára afmæli félagsins árið 2006. Gjöfinni fylgdi sú ósk að hún yrði notuð til að fræða ungt fólk um gildi skógræktar og uppgræðslustarfs og til að sýna hversu fjölbreytt not má hafa af skógum. Með þetta að leiðarljósi hafa starfsmenn og stjórn félagsins unnið að því að þróa og móta þetta verkefni.
Gróðurfar er fjölskrúðugt í Höfðaskógi og þar þrífst margbreytilegt dýralíf sem vert er að gefa gaum. Margar tegundir fugla hafast við í skóginum, þar á meðal hinn smávaxni glókollur sem nýlega hefur numið hér land. Skógurinn er til margra hluta ný tilegur og kjörinn vettvangur umhverfisfræðslu og tómstundarstarfs af ýmsum toga. Ásthildur Ólafsdóttir verður viðstödd þegar séra Bára Friðriksdóttir prestur í Ástjarnarsókn blessar reitinn. Eftir það verður útikennslustofan tekin í notkun með formlegum hætti.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar væntir þess að leikskólabörn, grunnskólabörn og ungt fólk á öllum aldri fjölmenni til þessarar athafnar. Opnun útikennslustofunnar er fyrsti atburðurinn af mörgum sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir á þessu sumri í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Hafnarfjarðar.
Að athöfn lokinni verður öllum boðið að þiggja kaffi og meðlæti í Selinu að hætti skógræktarfólks. Mæting við Selið í Höfðaskógi kl. 14.00 laugardaginn 3. maí 2008. Ljósmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir.
Hjónin Hörður Zóphaníasson og Ásthildur Ólafsdóttir gáfu Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar peningagjöf á 60 ára afmæli félagsins árið 2006. Gjöfinni fylgdi sú ósk að hún yrði notuð til að fræða ungt fólk um gildi skógræktar og uppgræðslustarfs og til að sýna hversu fjölbreytt not má hafa af skógum. Með þetta að leiðarljósi hafa starfsmenn og stjórn félagsins unnið að því að þróa og móta þetta verkefni.
Gróðurfar er fjölskrúðugt í Höfðaskógi og þar þrífst margbreytilegt dýralíf sem vert er að gefa gaum. Margar tegundir fugla hafast við í skóginum, þar á meðal hinn smávaxni glókollur sem nýlega hefur numið hér land. Skógurinn er til margra hluta ný tilegur og kjörinn vettvangur umhverfisfræðslu og tómstundarstarfs af ýmsum toga. Ásthildur Ólafsdóttir verður viðstödd þegar séra Bára Friðriksdóttir prestur í Ástjarnarsókn blessar reitinn. Eftir það verður útikennslustofan tekin í notkun með formlegum hætti.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar væntir þess að leikskólabörn, grunnskólabörn og ungt fólk á öllum aldri fjölmenni til þessarar athafnar. Opnun útikennslustofunnar er fyrsti atburðurinn af mörgum sem Skógræktarfélag Hafnarfjarðar stendur fyrir á þessu sumri í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Hafnarfjarðar.
Að athöfn lokinni verður öllum boðið að þiggja kaffi og meðlæti í Selinu að hætti skógræktarfólks. Mæting við Selið í Höfðaskógi kl. 14.00 laugardaginn 3. maí 2008. Ljósmynd: Ósk Vilhjálmsdóttir.
Birt:
2. maí 2008
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar „Útikennslustofa opnuð í Höfðaskógi “, Náttúran.is: 2. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/02/utikennslustofa-opnuo-i-hofoaskogi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.