Gagnasafn vefsins Liber Herbarum II - hið ófullkomna uppsláttarrit um lækningajurtir er nú komið út á margmiðlunardisk þannig að þegar leitað er í gagnasafninu þarf ekki endilega að tengjast veraldarvefnum. Haustið 2005 gerðu Náttúran og Liber Herbarum II samstarfssamning sem felur m.a. í sér að Náttúran þýðir efni á íslensku fyrir Liber Herbarum II sem birtist í nýjustu útgáfu af disknum. Svo skemmtilega vill til að holtasóley [Dryas octopetala] þjóðarblóm íslendinga prþðir diskinn. Liber Herbarum II er rekið af Erik Gotfredsen sem hefur unnið að söfnun og skráningu gagna um jurtir og lækningamátt þeirra sem til eru í skráðum heimildum, um áraraðir.

Innan skamms verður hægt að kaupa diskinn beint hér á vefnum.

Birt:
13. janúar 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Liber Herbarum II - Hið ófullkomna uppsláttarrit um lækningajurtir“, Náttúran.is: 13. janúar 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/liber_herbarum2/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: