Íslensk jarðhitaþekking í El Salvador
Lághitavirkjun sem hönnuð og reist var af íslenska jarðhitafyrirtækinu Enex í verktöku fyrir LaGeo í El Salvador er komin í fullan rekstur. Virkjunin sem er 9.3 MW að stærð, er fyrsta jarðvarmavirkjunin til raforkuframleiðslu sem íslenskt fyrirtæki sér um að hanna og reisa erlendis.
Virkjunin framleiðir nú 9.3 MW af raforku á fullum afköstum. Öllum keyrsluprófunum og álagsprófum hefur verið lokið. Nú tekur við eins árs ábyrgðartímabil. Samningurinn við LaGeo hljóðaði uppá rúmlega 13 milljónir bandaríkjadala eða um 1,6 milljarð íslenskra króna.
Byggt á íslensku hugviti í El Salvador
Verktakasamningurinn við jarðhitafélagið LaGeo í El Salvador er alverktökusamningur, þar sem hönnun, innkaup á búnaði, verkefnastjórnun og byggingarstjórnun var í höndum Enex. Enex réð verkfræðistofurnar Sertiproi í El Salvador, VGK (nú Mannvit), Rafteikningu og Fjarhitun (nú Verkís) á Íslandi til ráðgjafar og hönnunar á ýmsum þáttum verkefnisins. Enex sá jafnframt um allar prófanir, gangsetningu og þjálfun starfsmanna LaGeo.
Nýtir lághita til orkuframleiðslu
Virkjunin er jarðvarmavirkjun sem ný tir lághita til framleiðslu á raforku. Um er að ræða svokallaða tvívökvavirkjun þar sem jarðvökvinn hitar annan vinnsluvökva (isopentan) í lokaðri hringrás. Vinnsluvökvinn sþður við 160°C í varmaskiptum og knýr hverfil til raforkuframleiðslu.
Geysir Green Energy stærsti eignaraðili Enex, með 96% hlut.
,,Það hefur verið mikil þróunarvinna í þessu verkefni og auk þess hefur byggst upp mikil reynsla við verkefni í ólíkum menningarheimi; hvoru tveggja mun nýtast í vel í framtíðinni‘‘ segir Sigurður Leopoldsson verkefnastjóri Enex.
„Þetta er merkur áfangi fyrir íslenska jarðhitaþekkingu, sem sýnir með óyggjandi hætti að útflutningur íslenskrar jarðhitaþekkingar á rétt á sér. Framsæknar framkvæmdir við jarðhitavirkjanir á Íslandi s.l. 10 ár, og samfara þeim þróun á nýrri og endurbættri tækni, hafa skapað öflugan grunn fyrir útflutning á þekkingu sem mjög er sóst eftir víða erlendis, þar sem jarðvarmaorka er viðurkennd sem verðugur valkostur endurnýjanlegrar orku. Íslenskir jarðhitasérfræðingar eru þekktir erlendis fyrir þekkingu sína og reynslu, sem og útsjónarsemi þar sem leitast er við að þróa frekar tæknilegar lausnir ” segir Þór Gíslason framkvæmdastjóri Enex.
Birt:
Tilvitnun:
Davíð Stefánsson „Íslensk jarðhitaþekking í El Salvador“, Náttúran.is: 28. mars 2009 URL: http://nature.is/d/2009/03/28/islensk-jarohitathekking-i-el-salvador/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.