Endurhugsa þarf hönnun umbúða
Svíar henda um 20% af öllum mat sem þeir kaupa. Þetta gildir jafnt um mötuneyti, veitingastaði og heimili. Misheppnuð hönnun umbúða á stóran þátt í þessu. Þannig er ávinningurinn af því að kaupa matvörur í stórpakkningum stundum ofmetinn, því að hætta er á að meiru sé hent fyrir bragðið. Drykkjarfernur með skrúfaðan plasttappa eru annað dæmi um misheppnaða hönnun, þar sem saman fer óþörf auðlindanotkun við framleiðslu umbúðanna og lakari nýting innihaldsins.
Draga mætti töluvert úr sóuninni með því að hanna umbúðir út frá þörfum neytenda og umhverfisþáttum við framleiðslu, flutning og sölu á matvælum. Um leið væri dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum háskólans í Karlstad í Svíþjóð.
Lesið fréttatilk. Háskólans í Karlstad 30. apríl sl.
og grein í maíhefti Journal of Cleaner Production
Birt:
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Endurhugsa þarf hönnun umbúða“, Náttúran.is: 6. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/06/endurhugsa-tharf-honnun-umbuoa/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.