Korn var ræktað á tæplega 4000 hekturum lands á liðnu sumri og voru ræktendur tæplega 500 að tölu. Eitt afkastamesta kornræktarbýli lansins Eyrarbúið á Þorvaldseyri kynnti afurðir sínar á sýningunni Handverk 2007 í Hrafnagili í Eyjafirði um síðustu helgi.

Í 47 ár hefur Ólafur og áður faðir hans Eggert stundað kornrækt á Þorvaldseyri. Ólafur og Guðný kona hans kynntu bygg og hveiti og uppfræddu gesti um kornræktina undr Eyjafjöllum.

Faðir hans Eggert Ólafsson hóf fyrst tilraunir með kornrækt á Þorvaldseyri árið 1960.

Tveimur áður síðar hafði hann vakið áhuga 10 sveitunga sinna á kornræktinni og tóku þeir sig saman og stofnuðu Kornræktarfélag Eyfellinga. Meginmarkmið þess var að gera tilraunir með kornrækt á Skógasandi. Það má segja að það hafi verið mikil bjartsýni að hefja kornrækt á því svæði því að þar hafði ekki vaxið stingandi strá í hundruðir ára. Fyrsta árið var sáð byggi í 28 hektara, höfrum í tvo hektara og hveiti í þrjá hektara.

Keypt var Cormick korný reskivél sem var dregin af traktor. Uppskeran var fremur rþr og um að kenna þurru og köldu sumri. Ekki er vitað um uppskerutölur. Segja má að kornskurðurinn hafi verið sögulegur því að þarna var sleginn fyrsti hveitiakur hér á landi frá upphafi Íslandsbyggðar. Skógasandur var ekki heppilegur fyrir kornrækt þar sem þar þurfti mikinn áburð og skemmdir urðu í þurrkatíð. Svo fór að menn tóku
land á leigu í Drangshlíð og Eyvindarhólum þar sem voru óræktaðir móar. Þar gekk betur með kornræktina. Árið 1965 varð uppskeran 26 tunnur á hektara fullþurrkað og malað. Þurrkunin fór fram í grasmjölsverksmiðjunni á Hvolsvelli sem þá starfaði. Á þessum árum reyndu menn að gera sér grein fyrir kostnaði við kornrækt og varð niðurstaðan eins og sjá má í töflu 1.

Tafla 1.
Kostnaður, kr/ha
Árið 1965 1966
Fræ 0,63 1,88
Áburður 1,03 2,26
Vinna 0,95 0,92
Flutningur 0,24 1,23a)
Þurrkun 0,94
Afskriftir véla 0,20 0,30
Samtals 3,99 6,99
Kostnaður v/fóðurbl. 7,04 7,26
Uppskera (tunnur) 26 13
a) Flutningur og þurrkun samtals.

Það má segja að þessi fimm ár hafi verið mönnum mikil reynsla og ýmislegt komið í ljós við ræktun og ekki síst við meðhöndlun kornsins. Gerðar voru frumstæðar þurrkstíur og blásið köldu lofti til þurrkunar sem kom svo í ljós að gekk ekki og korninu var því mokað aftur í sekki og flutt í þurrkun á Hvolsvöll með tilheyrandi tilkostnaði. Aldrei heyrði ég að menn
hefðu nokkurn tíma reynt að súrsa kornið. Árið 1968 lagðist félagið af og var kornrækt þá eingöngu stunduð í heimalandi hér á Þorvaldseyri og hefur aldrei fallið niður þessa dags. Á þessum árum voru prófuð nokkur yrki af byggi og höfrum.

Náið samstarf var við tilraunastöðina á Sámstöðum undir stjórn Klemenzar Kristjánssonar og síðar Kristins Jónssonar. Faðir minn lærði mikið af Klemenzi og má segja að hann hafi haft mikil áhrif á hann og vakið með honum áhuga á kornræktinni. Einnig má nefna að faðir minn kynnti sér kornrækt í Noregi, heimsótti bændur og rannsóknarstöðvar og var áskrifandi að landbúnaðarblöðum svo sem Norsk Landbruk.

Áttundi áratugurinn
Á þessum árum var fyrsta sáðvélin keypt en áður hafði verið dreifsáð með áburðardreifara. Þá var einnig keyptur fjórskorinn plógur. Vélakaupin voru verulegt framfaraskref.
Hér á Þorvaldseyri var komið upp þurrkaðstöðu á þartilgerðu súgþurrkunargólfi í vélageymslu. Smíðaður var ofn og notaður miðstöðvarbrennari til hitunar á lofti sem blásið var undir. Á þessum árum var oftast verið með korn í um 7 hekturum, en upp úr 1980 var algengt að vera með um 12-14 hektara. Kornuppskeran var talin ágæt ef hún var í kringum 2,5 tonn á ha. Kornið var aðallega notað í svín sem voru hér í um 30 ár. Hálmurinn var bundinn í litla bagga og seldur til Bjarna Helgasonar á Laugalandi í Borgarfirði til svepparæktunar og stóðu þau viðskipti í 15 ár.

Níundi áratugurinn
Áhugi manna á kornrækt fór vaxandi, einkum í Landeyjum, Mýrdal og undir Eyjaföllum, enda kjarnfóðurverð hátt þar sem tollar voru lagðir á innflutt kjarnfóður (svonefndur kjarnfóðurskattur). Hér á Þorvaldseyri var keypt ný korný reskivél árið 1987, sjálfkeyrandi af Massey Ferguson gerð. Um þessar mundir hóf Landgræðsla ríkisins tilraunir með að þreskja lúpínu með vél, en það hafði ekki verið gert áður. Því var ákvörðunin um vélakaupin gerð í
nokkru samráði við Landgræðsluna. Í sveitinni var starfrækt svokölluð graskökuverksmiðja sem þurrkaði hey frá bændum um 10 ára skeið, en var aflögð árið 1985. Þurrkarinn var keyptur og settur upp á Þorvaldseyri og honum breytt til korný urrkunar og hefur hann verið notaður á hverju ári frá 1986, en þó í litlum mæli síðustu árin. Árið 1987 var eitt af bestu árum kornræktar á Þorvaldseyri. Með tilkomu þreskivélarinnar og þurrkarans var kornræktin aukin í 20 hektara, uppskera þá um haustið var um 70 tonn þurrkað. Þarna urðu viss tímamót í kornrækt. Markaður skapaðist á sölu á korni og náðum við að selja 30 tonn til Mjólkurfélags Reykjavíkur þá um haustið á 29 krónur kílóið, en fyrr um sumarið hækkaði kjarnfóðurskattur um 4 krónur á innflutt fóður. Þá var einnig jarðræktarframlag á kornræktina rúmar 9000 kr. á hektarann. Þá hófst einnig sala á hálmi til sveppaverksmiðjunnar á Flúðum. Þettavar það ár sem ég tel að það hafiverið ein mestu uppgrip í kornrækt frá upphafi. Og nú fjölgaði kornbændum.

Árið 1988 var í meðallagi en 1989 frekar lélegt. Næstu tvö árvoru hins vegar góð ár. Þá var gjarnan valið besta kornið til að nota sem sáðkorn. Frá 1991 hef ég notað heimaræktað sáðkorn að þriðjungi. Reynslan af því hefur verið þokkaleg, spírun 70-80%, en sáðmagn heldur í hærri kantinum eða 220-240 kg í hektarann.

Tíundi áratugurinn
Verð á sáðkorni fór mjög hækkandi. Átti það einkum við Mari
bygg sem lengi hafði verið notað á Suðurlandi. Vorið 1993 komst það í 107 kr./kg og voru bændur þá farnir að athuga með beinan innflutning sjálfir. Ég hafði samband við Strand Brænderi í Noregi. Þeir gátu útvegað Gunillu og Sunnitu, sem eru tveggja raða yrki, og sex raða yrkið Bamse og var verðið í kringum 60 kr/kg. Ég fékk Magnús Finnbogason til liðs við mig til að standa að þessum innflutningi og alls voru flutt inn 72 tonn fyrsta vorið.
Það er ljóst að við þessar aðgerðir héldu menn áfram kornræktinni en sáðkornið hefur verið stærsti útgjaldaliðurinn. Tel ég að kornræktin væri ekki það sem hún er í dag ef þetta hefði ekki gerst. Alls stóðum við Magnús að þessum innflutningi í 6 ár. Síðasta árið seldum við 270 tonn, en nú hefur Kaupfélag Árnesinga tekið við innflutningnum.

Þá eru Mjólkurfélag Reykjavíkur og KF Skagfirðinga einnig í innflutningi á sáðkorni og í dag er meðalverð á sáðkorni um 65 kr./kg. Með tilkomu ný s Svegma þurrkara hér á Þorvaldseyri árið 1998 varð korný urrkun miklu hagkvæmari. Hann er tengdur við jarðhita sem hér fannst á jörðinni árið 1989 og er allt kornið þurrkað í honum ásamt korni frá nokkrum öðrum bændum í nágrenninu. Við þessar breytingar varð mikill vinnusparnaður.
Frá og með næsta hausti mun hann einnig ganga fyrir raforku sem framleidd er í Koltunguvirkjun sem tekin var í notkun núna í vetur. Það er ljóst að við verðum að gera kornræktina eins hagkvæma eins og kostur er og nú við í hækkandi orkuverð verðum við að líta meira til jarðhita og rafmagns við þurrkun á korni. Kornið er valsað og blandað í það fiskimjöli. Þá hef ég einnig notað svokallaðan byggbæti sem framleiddur er hjá Fóðurkorni.
Fóðurblandarinn er nauðsynlegur ef ætlað er að fóðra eftir þörfum gripanna. Þá sérblöndum við fyrir hvern hóp. Smákálfar hafa frjálsan aðgang að byggblöndunni. Eldri kálfum er gefið í votheyið, einnig mjólkurkúnum tvisvar á dag. Hámjólka kþr fá 4-6 kíló af byggblöndu og til viðbótar keypta köggla.

Lokaorð
Ég tel að kornræktin hafi kennt mér mikið, t.d. að læra að nýta jörðina með sem hagkvæmustum hætti. Til að kornræktin heppnist þurfa allir þættir að vera í lagi. Það þarf að vanda til verka og þar er plægingin einn mikilvægasti þátturinn en oft er einhverju öðru kennt um ef kornræktin mistekst. Kornræktin er mikilvægur þáttur í endurræktun túnanna. Hér er venjan að vera með korn í þrjú ár í sama stykkinu og síðasta árið er lokað
með grasi. Með þessari aðferð hefur fengist mjög góð ræktun. Á síðustu árum hefur orðið mikil vakning í að endurvinna túnin og er það ekki síst kornræktinni að þakka.
Plægingar- og jarðræktarnámskeið hafa verið haldin vítt um land og farin er að skapast alveg ný ræktunarmenning. Ekki er gott að segja hver þróunin verður nú í byrjun nýrrar aldar. Það mun ráðast nokkuð af þróun á verði erlends kjarnfóðurs. Ég tel að þeir bændur, sem náð hafa góðumtökum á kornræktinni og nota hana sem lið í endurræktun og til að auka fjölbreytni í fóðri, telji að henni fylgi margir kostir sem erfitt er að reikna endanlega í krónum og aurum.

Það er samt erfitt að bera saman kornrækt hér á landi norður undir heimskautsbaug og í nágrannalöndum okkar, þar sem ekki er aðeins betra veðurfar heldur er líka greitt stórlega með kornræktinni. Kynbætur á korni, sem miða að því að búa til yrki fyrir íslenskar aðstæður, hafa nú skilað þeim árangri sem að var stefnt, þökk sé Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Áfram verður að halda á þeirri braut með samstarfi við bændur
eins og verið hefur. Það er fyrst og fremst í þessu sem tækifæri okkar liggur og verðum við að laga kornræktina sjálf að þeim aðstæðum sem við búum við. Með samvinnu og skilningi stjórnvalda á kornrækt og mikilvægi þess að framleiða innlent ómengað kjarnfóður, tel ég að kornræktin muni þróast og verða hér enn mikilvægari á nýrri öld.

Greinin „Reynsla og þróun kornræktar á Þorvaldseyri í 40 ár“ birtist í 9. tölublaði Freys/2001. Útgefandi: Bændasamtök Íslands.

Efsta myndin er af Guðnýju og Ólafi frá Þorvaldseyri. Myndin t.v. er af hveiti og sú neðsta til hægri af byggi, bæði afurðir frá Þorvaldseyri. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
April 20, 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kornrækt á Þorvaldseyri“, Náttúran.is: April 20, 2008 URL: http://nature.is/d/2007/08/13/kornrkt-orvaldseyri/ [Skoðað:June 21, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: Aug. 13, 2007
breytt: April 20, 2008

Messages: