Varað við mikilli úrkomu og vatnavöxtum á Suðurlandi
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun úrkomubelti fara hægt austur yfir landið í nótt. Búast má við mikilli úrkomu í hlíðum Eyjafjallajökuls og við það skapast hætta á vatnavöxtum í ám umhverfis jökulinn og er sérstaklega varað við leiðinni inn í Þórsmörk. Síðla nætur og til morguns er aukin hætta á aurskriðum niður suðurhlíðar jökulsins. Reikna má með að úrkomutímabilið standi frá kl. 22.00 í kvöld og til hádegis á morgun, Föstudaginn langa. Náið er fylgst með stöðu mála og Lögreglan á Hvolsvelli hvetur íbúa, sem og vegfarendur til að fara varlega og fylgjast með fréttum af veðri og færð á vefsíðum Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar, www.vedur.is og www.vegagerdin.is
Hér til hægri má sá aðvaranir Verðurstofunnar og smella á skjöld Vegagerðarinnar til að sjá athugasemdir varðandi færð.
Birt:
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Varað við mikilli úrkomu og vatnavöxtum á Suðurlandi“, Náttúran.is: 21. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/21/varad-vid-mikilli-urkomu-og-vatnavoxtum-sudurlandi/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.