• Mengun í hvölum og örnum.
  • Hvað með mengun í þorskinum?
  • Er mengun í blóði íslenskra kvenna?
  • Fær maður nokkuð í magann af því að baða sig í Nauthólsvík?
  • Er sjórinn við landið að verða  hættulega súr?
  • Er rigningin góð?
  • Er Ísland hreinasta land í heimi?

Þessum spurningum og fleiri verður reynt að svara á ráðstefnu um mengun á Ísland.

Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi verður haldinn föstudaginn 25. febrúar 2011 í Náttúrufræðihúsinu Öskju milli kl 9:00 og 16:30. Á ráðstefnunni verður farið yfir það helsta sem er að gerast í vöktun og rannsóknum á mengun hérlendis. Um 40 ágrip bárust frá eftirlitsstofnunum, rannsóknarstofnunum, háskólum og iðnaðinum um málefni sem spanna allt svið umhverfismengunar og verða erindi kynnt bæði sem fyrirlestrar og veggspjöld. Fyrri hluta dags fjalla fyrirlestrar um þau fjölmörgu vöktunarverkefni sem starfrækt eru hérlendis. Eftir hádegi verða þónokkur rannsóknarverkefni kynnt og helstu niðurstöður þeirra ræddar. Í kaffihléum og eftir að fyrirlestrum er lokið verða fjölmörg veggspjöld kynnt  sem fjalla um áhugaverðar niðurstöður rannsókna og vöktunar á þessu sviði.

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir mun opna ráðstefnuna
Skipuleggjendur ráðstefnunnar eru Umhverfisráðuneytið, Umhverfisstofnun, Matís og Háskóli Íslands.

Dagskrá ráðstefnunnar er eftirfarandi:

8:00 – 9:00 Skráning

Fyrri hluti: Vöktun umhverfismengunar

Fundarstjórn:  Gunnar Steinn Jónsson, Umhverfisstofnun

09:00               Gestir boðnir velkomnir
09:00 – 09:15  Opnun ráðstefnu, Umhverfisráðherra
09:15 – 09:45  Key note speaker: Vöktun mengandi efna í umhverfi á Íslandi Helgi Jensson, Umhverfisstofnun
09:45 – 10:00  Vöktun á loftmengun á Íslandi. Þorsteinn Jóhannsson, Umhverfisstofnun
10:15 – 10:30  Loftgæði í Reykjavík, vöktun, mótvægisaðgerðir og framtíðarsýn. Anna Rósa Böðvarsdóttir, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
10:30 – 10:45  Þrávirk lífræn mengunarefni í lofti og úrkomu við Stórhöfða. Árni Sigurðsson, Veðurstofa Íslands
10:45 – 11:15  Kaffihlé og veggspjöld
11:15 – 11:30  Ör súrnun sjávar norðan Íslands. Jón Ólafsson, Hafrannsóknarstofnunin, Jarðvísindastofnun
11:30 – 11:45  Mengunarvöktun á lífríki sjávar við Ísland. Helga Gunnlaugsdóttir, Matís
11:45 – 12:00  Vöktun tríbútýltins (TBT) í fortíð, nútíð og framtíð! Jörundur Svavarsson, Háskóli Íslands
12:00 – 12:15  Umhverfisvöktun á lífríkinu í nágrenni iðnaðarsvæðisins á Grundartanga. Þorsteinn Hannesson, Elkem
12:15 – 13:15  Hádegishlé, boðið verður upp á hádegismat á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu

Seinni hluti: Umhverfisrannsóknir

Fundarstjórn: Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís

13:15 – 13:45  Key note speaker: Áhrif veðrunar, loftslags og mengunar á efnasamsetningu straumvatna á Íslandi Sigurður Reynir Gíslason, Háskóli Íslands
13:45 – 14:00  Mat á mengun í sjó með líffræðilegum mælikvörðum. Halldór Pálmar Halldórsson, Háskólasetur Suðurnesja
14:00 – 14:15  Áhrif bráðrar klórmengunar á botndýralíf í straumvatni. Tryggvi Þórðarson, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
14:15 – 14:30  Þungmálmar í ofanvatni og hreinsivirkni settjarnar. Hrund Ó. Andradóttir, Háskóli Íslands
14:30 – 15:00  Kaffihlé og veggspjöld
15:00 – 15:30  Lífræn og ólífræn snefilefni í vefjum hrefnu (Balaenoptera acutorostrata) og fæðu hennar, -tengsl og samanburður við önnur hafsvæði. Guðjón Atli Auðunsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
15:30 – 15:45  Þrávirk lífræn eiturefni í íslenska hafarnarstofninum 2001-2010. Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Náttúrufræðistofnun Íslands
15:45 – 16:00  Flúorvöktun í gróðri og jarðvegi í tengslum við eldgosið í Eyjafjallajökli. Rannveig Guicharnaud, Landbúnaðarháskóli Íslands
16:00 – 16:15  Bioremediation trial on PCB polluted soils – A bench study in Iceland. Taru Lehtinen, Háskóli Íslands
16:15 – 16:30  Sameiginlegur fyrirlestur: Loftmengun í Reykjavík og notkun lyfja við hjartaöng. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir, Háskóli Íslands - Associations between air pollution levels in Iceland´s capital region and dispensing of anti-asthma drugs 2006-8. Hanne Krage Carlsen.
16:30 – 18:00 Veggspjaldakynning og léttar veitingar

Skipulagsnefnd ráðstefnunnar eru Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís hronn@matis.is, Gunnar Steinn Jónsson, Umhverfisstofnun gunnar@ust.is og Taru Lehtinen, Háskóla Íslands tmk2@hi.is.

Grafík: Mengað Ísland, grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
25. febrúar 2011
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Ráðstefna um umhverfismengun á Íslandi“, Náttúran.is: 25. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/25/radstefna-um-umhverfismengun-islandi/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: