Stjórnmálaskoðanir, umhverfismál og úthald náttúruverndarsamtaka
Náttúruverndarsamtök Suðurlands (NSS) voru aftur á móti mjög upptekin af verndun Þjórsárvera undanfarin ár og svo virðist sem að þau hafi litið virkjunina á heiðinni sem nokkurskonar fórnarkostnað fyrir verndun Þjórsárvera. Enda mikið á lítið félag lagt að standa vörð um eins stórt svæði og Suðurlandið er, fyrir virkjanavaldinu eins og það hefur birst síðastliðin ár. Því er að nokkru leiti skiljanlegt að stjórn auralausra samtaka hafi verið örmagna eftir þann róður sem fólst í að vekja athygli á fyrirhugaðum umhverfisspjöllum virkjana í Þjórsárverum. Þar sem einungis var um áfangasigur að ræða er fyrirsjáanlegt að félagið þurfi að berjast áfram fyrir verndun Þjórsárvera og gegn virkjanáformum niður eftir Þjórsár allri.
-
Myndin er tekin á Hellisheiðinni þ. 26. 09. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Stjórnmálaskoðanir, umhverfismál og úthald náttúruverndarsamtaka“, Náttúran.is: 21. október 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/19/umhverfismal_uthald/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. mars 2007
breytt: 2. maí 2007