Orð dagsins 20.ágúst 2008.

Lífræn mjólkurframleiðsla fer ört vaxandi í Noregi. Þannig hefur mjólkursamlagið Tine tekið á móti 20% meiri lífrænt vottaðri mjólk en á sama tíma í fyrra. Þá hefur 21 kúabóndi innan samlagsins skipt úr hefðbundinni ræktun yfir í lífræna ræktun það sem af er árinu. Tine styður þessa þróun með ýmsu móti í samræmi við stefnu fyrirtækisins. Meðal annars voru aukagreiðslur til bænda sem framleiða lífræna mjólk ný verið hækkaðar úr 60 í 80 aura á hvern lítra (úr 9,20 í 12,20 ísl kr). Auk þessa býður Tine kúabændum upp á ókeypis hagkvæmnigreiningu á möguleikum þeirra til að skipta yfir í lífræna ræktun. Alls nýttu 223 bændur sér þetta tilboð á síðasta ári.
Lesið frétt á heimasíðu Tine 14. ágúst sl.

Sjá mjólkurbú með lífræna vottun hér á landi hér á grænum siðum.

Myndin er af sunnlenskri kú. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
20. ágúst 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Lífræn mjólkuframleiðsla í örum vexti í Noregi“, Náttúran.is: 20. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/20/lifraen-mjolkuframleiosla-i-orum-vexti-i-noregi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: