Neyðaraðstoð við náttúruna
Þjórsárdeilan er að verðalifandi dæmi um nauðsyn þess að Árósarsamningurinn verði fullgiltur. Afskipti almennings af skipulags- virkjanaáformum er einn af þeim þáttum sem verða að vera í lagi og koma til tímanlega. Fullgilding Árósarsamningsins kemur að sjálfsögðu ekki í staðinn fyrir heildarskipulag eða rammaáætlun fyrir landið. Hún ætti að koma fyrst. Eins og staðan er nú eiga félagasamtök sífellt við það að stríða að vera í neyðaraðstoð við náttúruna og verða að reyna að slökkva elda áður en allt er um seinan. Álagið á umhverfis- og náttúruverndarsamtök og einstaklinga sem eru í forsvari fyrir hagsmunasamtök og umhverfisverkefni eru bugandi og í dag eru þau í raun í niðurlægjandi hlutverki. Aðeins þeir allra hörðustu halda úti áralangri baráttu fyrir því sem að þeir trúa á að séu mikilvæg fyrir samfélagið.
Birt:
20. desember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Neyðaraðstoð við náttúruna“, Náttúran.is: 20. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/06/neyoaraostoo-vio-natturuna/ [Skoðað:6. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. desember 2007
breytt: 22. desember 2008