Listakokkar munu reiða fram ókeypis kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á Skólavörðustígnum á laugardag. Þeir Siggi Hall, Úlfar Eysteinsson, Friðgeir Eiríksson og Snorri Birgir Snorrason munu standa yfir pottunum og seðja hungur þeirra sem eru í bæjarferð. Súpan verður framreidd á fimm stöðum á Skólavörðustígnum frá klukkan eitt, þegar fyrsti skammturinn verður réttur inn í Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.

Mynd af kjötsúpu góðfúslega fengin að láni á Flickr.

Birt:
Oct. 22, 2009
Höfundur:
Fréttablaðið
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
Fréttablaðið „Ókeypis kjötsúpa á Skólavörðustíg á laugardag“, Náttúran.is: Oct. 22, 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/22/okeypis-kjotsupa-skolavoroustig-laugard/ [Skoðað:July 3, 2022]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: