Dagur umhverfisins 2011
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Hann var einna fyrstur til að hvetja til aðgerða gegn skógareyðingu á Íslandi og orðaði þá hugsun sem nú kallast sjálfbær þróun.
Undanfarin ár hefur verið efnt til fjölda viðburða um allt land í tilefni dagsins, m.a. hefur umhverfisráðherra veitt einstaklingum, fyrirtækjum og grunnskólum viðurkenningarnar fyrir fyrirmyndarstarf á sviði umhverfismála. Einnig hefur fjöldi félaga, sveitarfélaga og skóla skipulagt viðburði á deginum.
Árið 2011 er ár skóga samkvæmt ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmið árs skóga er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun skóga. Í ljósi þess er dagur umhverfisins að þessu sinni tileinkaður skógum.
Erindi þessa greinar er að hvetja félög, skóla og sveitarfélög til að taka virkan þátt í degi umhverfisins, t.d. með uppákomum eða fræðslu um skóga eða önnur umhverfismál. Umhverfisráðuneytið safnar saman upplýsingum um viðburði á degi umhverfisins og mun vekja athygli á þeim. Þess vegna óskar ráðuneytið eftir að fá senda stutta lýsingu á viðburðum með tölvupósti á netfangið postur@umhverfisraduneyti.is, eigi síðar en 15. apríl.
Ljósmynd: Birki, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Dagur umhverfisins 2011“, Náttúran.is: 21. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/21/dagur-umhverfisins-2011/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.