Í ljósi þess að verksmiðja Becromal við Krossanesi í Eyjafirði hefur vísvitandi losað margfalt meira magn af vítíssóda-menguðu vatni í sjó en heimilt er samkvæmt starfsleyfi ber umhverfisráðherra að útvíkka beiðni sína til Ríkisendurskoðunar um að fram fari stjórnsýsluúttekt á afskiptum ráðuneytisins, Umhverfisstofnunar, sveitarfélaga og annarra aðila af sorpbrennslustöðvum sem fengu starfsleyfi fyrir 28. desember 2002.

Nauðsynlegt er að Ríkisendurskoðun fari yfir mengunarvarnir almennt. Ekki bara díoxín mengun heldur hvort Umhverfisráðuneyti, Umhverfisstofnun og sveitarfélög séu í stakk búin til að sinna því eftirliti sem nauðsynlegt er.

Á Íslandi mega ekki vera við lýði „lágmarkskröfur í umhverfismálum” (minimum environmental red tape) líkt og auglýst var af íslenskum stórnvöldum fyrir nokkrum árum í því skyni að laða að erlenda fjárfesta til landsins.

Birt:
March 25, 2011
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umhverfisráðherra útvíkki beiðni sína til Ríkisendurskoðunar“, Náttúran.is: March 25, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/25/umhverfisradherra-utvikki-beidni-sina-til-rikisend/ [Skoðað:June 20, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: