9. landsbyggðarráðstefna Sagnfræðingafélags Íslands og Félags þjóðfræðinga á Íslandi verður haldin á hinu nýja Heklusetri á Leirubakka í Landsveit í samvinnu við heimamenn helgina 1.-3. júní 2007.

Ráðstefnugestir munu gista og funda á hinu fornfræga höfðingjasetri að Leirubakka sem var eitt sinn í eigu ekki ófrægari manna en rithöfundar Íslands Snorra Sturlusonar og síðar Björns Þorleifssonar hirðstjóra. Eftir stranga fræðimennsku er ekki verra að svamla í glæsilegri Snorralaug í kvöldsólinni með ægifögru útsýni á Heklu og ræða niðurstöður dagsins við aðra ráðstefnugesti. Þá verður boðið upp á fræðslu- og skemmtiferð um Hekluslóðir. Hér gefst því einstakt tækifæri til að fræðast og treysta vinabönd í góðra vina hópi í faðmi náttúrunnar.

Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni er „Hálendi hugans“ og verður umfjöllunarefnið, eins og titillinn gefur til kynna, hálendi Íslands, sagan, þjóðsögur, nýting og samspil náttúruaflanna og mannsins á þessu svæði.

Ráðstefnugestum bþðst gisting á Leirubakka, sem og að kaupa sér kvöldverð föstudaginn 1. júní og hátíðarkvöldverð laugardaginn 2. júní. Verð fyrir gistingu er eftirfarandi:

Gisting með morgunverði í TVÆR nætur:
Verð á mann í tveggja manna herbergi með baði, samtals 12.600
Verð á mann í eins manns herbergi með baði, samtals 19.800
Verð á mann í 2ja-4ra manna herbergi án baðs, samtals 8.900

Þeir sem áhuga hafa eru beðnir um að skrá sig við fyrsta tækifæri, ekki síst til að tryggja sér gistirými, sem er takmarkað. Valgerður Brynjólfsdóttir, staðarhaldari á Leirubakka, mun verða okkur innan handar með að útvega gistipláss í nágrenni Leirubakka ef gistiaðstöðu á ráðstefnustað þrþtur.

Ráðstefnuhaldarar munu greiða rútuferðir til og frá Leirubakka, hádegismat, kaffi og skoðunarferð. Athugið, að ráðstefnugjald er ekkert!

Valgerður á Leirubakka heldur utan um skráningu. Vinsamlegast látið hana vita sem fyrst um:
  • fyrirkomulag gistingar
  • hvort þið gerið ráð fyrir að vera í kvöldverð föstudaginn 1. júní og/eða hátíðarkvöldverð laugardaginn 2. júní
  • hvort þið munið nýta ykkur rútuferð til og frá ráðstefnustað
  • hvort þið gerið ráð fyrir að koma með í rútuferðina á laugardeginum


Tekið er við skráningum á netfangið vala@leirubakki.is eða í síma 487 8700 eða 893 5046 (ef netsamband er slæmt gæti reynst nauðsynlegt að senda bréfið aftur, þ.e. ef Valgerður svarar ekki). Vinsamlegast sendið fulltrúa annars félagsins afrit af bréfinu: adalh@hi.is (Félag þjóðfræðinga) eða gudnith@hi.is (Sagnfræðingafélagið).

Dagskráin verður eftirfarandi:

Föstudagurinn 1. júní
15:00 Brottför með rútu frá Nýja Garði
17:30-18:00 Skrásetning og fólk kemur sér fyrir
18:00-19.30 Léttur kvöldverður
20:00-20:30 Setningarfyrirlestur: Guðmundur Jónsson sagnfræðingur: Ástríður Guðna Jónssonar. Hugleiðing um manninn og verk hans.
20:30-23:00 Móttaka vegna afhjúpunar minnisvarða um Guðna Jónsson

Laugardagurinn 2. júní
08:00-09:00 Morgunverður
09:00-10:30 Handan hins þekkta:
Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur: Óttinn við hið óþekkta.
Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir íslenskufræðingur: Landmannaafréttur - útmörk hins mannlega samfélags. Sagnir af Jóni Brandssyni, fjallkóngi og bónda í Næfurholti.
Margaret Cormack miðaldafræðingur: Á sveimi yfir Heklu: hugmyndir miðaldamanna um fugla og sálir.

10:30-11:00 Kaffi
11:00-12:30 Landamæri og landamörk:
Helga Ögmundardóttir mannfræðingur: Afrétturinn sem hluti af hinu sameiginlega sjálfi. Gnúpverjar og vinin sunnan Hofsjökuls.
Einar G. Pétursson handritafræðingur: Eignir kirkna á fjalllendi og málskilningur og heimildanotkun í þjóðlendumálum.
Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræðingur: Hverjir nýttu fyrrum byggðir og auðnir Íslands frá fjöru til fjalls – og hvernig?

12:30-14:00 Hádegisverður og hlé
14:00-15:30 Í huga sérhvers manns:
Marion Lerner menningarfræðingur: Ferðasögur sem minnismerki handa þjóðinni.
Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur: Hálendið í hugum útlendra ferðamanna
Anna Dóra Sæþórsdóttir ferðamálafræðingur: Nýting hálendisins til ferðamennsku.

15:30-18:00 Fræðsluferð um Hekluslóðir (með kaffi)
Leiðsögumaður: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, með aðstoð Þórs Jakobssonar veðurfræðings.

20:00-22:00 Hátíðarkvöldverður
Björk Þorleifsdóttir sagnfræðingur: „Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér“. Skemmtanalíf á hálendinu.
Bjarni Harðarson blaðamaður: Hátíðarræða.

Sunnudagur 3. júní
10:00-11:30 Könnun hálendisins:
Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur: Óbyggðaleiðangrar Þorvalds Thoroddsen.
Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur: Ísland er ekki líkt tunglinu – hugleiðingar um þjálfun tunglfara á Íslandi.
Unnur Birna Karlsdóttir: Landnám iðnvæðingar - öræfi og virkjanir. Um viðhorf til hálendisins í umræðu um virkjanir á 20. öld.

11:30-13:30 Hádegisverður og hlé
13:30-17:00 Opin málstofa um hálendið:
13:30-15:00
Guðmundur Páll Ólafsson náttúrufræðingur: Hálendi hugans.
Þorsteinn Hilmarsson heimspekingur: Er firring í firnindum?

15:00-15:30 Kaffi
15:30-17:00
Þorvarður Árnason umhverfisfræðingur: Fagurfræði hálendisins.
Júlíus Sólnes verkfræðingur: Hálendið-sjálfstjórnarsvæði í eigu almennings.

18:00-20:30 Rútuferð til Reykjavíkur

Undirbúningsnefndina skipa:
Guðni Th. Jóhannesson, Björk Þorleifsdóttir og Íris Ellenberger fyrir hönd Sagnfræðingafélagsins, Aðalheiður Guðmundsdóttir og Rósa Þorsteinsdóttir fyrir Félag þjóðfræðinga, auk ábúenda á Leirubakka.

Styrktaraðilar: Menntamálaráðuneyti, Umhverfisráðuneyti, Fjármálaráðuneyti, N1, Rangárþing ytra, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, Bændasamtök Íslands og Heklusetrið, Leirubakka.

Myndin er af Snæfellsjökli. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
16. maí 2007
Tilvitnun:
Sagnræðingafélag Íslands „Hálendi hugans - Ráðstefna “, Náttúran.is: 16. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/hlendi-hugans-rstefna/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007

Skilaboð: