Heiðmerkurmálið - kæra undirbúin
Landvernd undirbýr einnig að kæra leyfisveitinguna til úrskurðarnefndar Skipulags- og byggingamála. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir vatnslögnina ekki vera inni á aðalskipulagi þeirra sveitarfélaga sem að framkvæmdinni standa.
-
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur kært Kópavogsbæ og Klæðningu fyrir jarðraskið og vill opinbera rannsókn. Lögreglan í Reykjavík hefur ekki ákveðið hvort málið verði rannsakað. Reykjavíkurborg gaf út framkvæmdaleyfi eftir að kæran barst. Skógræktarfélagið og fleiri fara á morgun ásamt framkvæmdaraðilum um það svæði þar sem til stendur að grafa.
-
Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins, segir um 1.000 tré og plöntur hafi verið fjarlægð. 30 til 50 tré voru flutt á svæði Klæðningar. Helgi segist ekki hafa fengið svör frá framkvæmdaaðilum um hvar hin trén séu, hugsanlega hafi þau verið urðuð. Trén sem flutt voru, verða skoðuð betur næstu daga en í fljótu bragði virðast þau illa farin, segir Helgi.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heiðmerkurmálið - kæra undirbúin“, Náttúran.is: 13. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/heidmerkurmalid_kaera/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007