Frá og með 60. ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Santiago de Chile í fyrra hafa engar ályktanir verið samþykktar nema samhljóða. Formaður ráðsins, Dr. William Hogarth vill með þessu forðast atkvæðagreiðslur um ályktanir sem oftar en ekki fordæma annan hvorn deiluaðilann, þau ríki sem eru andvíg hvalveiðum og/eða þau ríki sem styðja hvalveiðar.

Markmið formannsins er að skapa traust meðal aðildarríkja til að ná samstöðu um framtíð ráðsins.

Á þessu þingi hafa tvær samhljóða ályktanir verið samþykktar.
Í fyrsta lagi var samþykkt Consensus resolution on the extension of Small Working Group on the Future of the IWC until the 62nd Annual meeting of the Commission. Ályktunin framlengir umboð þeirrar sáttanefndar sem sett var á laggirnar á fundi ráðsins í fyrra. Í þetta sinn munu þó færri ríki taka þátt. Sennilega verða þau innan við 10 en í fyrra voru þau yfir 30.

Í öðru lagi var samþykkt samhljóða ályktun Bandaríkjanna og Noregs um Climate and other Environmental Changes and Cetaceans.

Ályktunin vekur athygli fyrir niðurlag textans þar sem segir:
APPEALS to all Contracting Governments to take urgent action to reduce the rate and extent of climate change.

Sennilega er leitun að sterkara orðalagi í nafni Bandaríkjastjórnar um nauðsyn brýnna aðgerða í loftslagsmálum.
Birt:
25. júní 2009
Tilvitnun:
Náttúruverndarsamtök Suðurlands „Ályktanir 61. fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Madeira 22. - 26. júní “, Náttúran.is: 25. júní 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/25/alyktanir-61-fundar-althjooahvalveioiraosins-i-mad/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: