Neytendur þurfa meiri upplýsingar um umhverfisáhrif matvæla sem þeir kaupa ef að þeir eiga að geta tekið góðar, grænar ákvarðanir, samkvæmt hópi rannsóknamanna sem hafa unnið að nákvæmum athugunum á umhverfisáhrifum matvæla. Þeir færa rök fyrir því að það að einblína á flutning matvæla gefi ekki góða heildarmynd og geti haft neikvæð áhrif.
Matvöruverslanir í Bretlandi eins og Tesco og Mark & Spencer hafa sagst muna merkja vörur sérstaklega hafi þær verið fluttar með flugi. En samkvæmt rannsóknarmönnunum eru umhverfisáhrif af flutningi matvæla aðeins 2%. Stærsti hlutinn komi af vinnslu matvælanna, pökkun, geymslu og aðstæðum á ræktunasvæðum. Þannig að matvæli ræktuð á landinu gætu hugsanlega haft meiri umhverfisáhrif en matvæli sem flutt hafa verið yfir hálfan hnöttinn og neytendur sem að taka ákvarðanir sínar á grundvelli umhverfisáhrifa flutninganna sjálfra gætu verið að gera illt verra og valdið mun meiri umhverfisáhrifum en ella, segja rannsóknamennirnir.  

 „Ég hef áhyggjur af umræðunni um flutning matvæla af því að hún er ómarktæk og gefur neytendanum ranga heildarmynd“ segir Ruth Fairchild frá Háskólastofnuninni í Cardiff, Wales „Við ræktun matvælanna gæti hafa verið notað skordýraeitur sem flutt var yfir hálfan hnöttin. Það er ekki rétt að einblína bara á flutning matvælanna.“

Hún færir rök fyrir því að betra væri að skoða umhverfisáhrifin í heild sinni allt frá ræktun þar til að matvælin eru komin á diskinn. Þá er t.d. hægt að skoða hversu mikið land er tekið undir ræktunina og framleiðsluna og hversu mikil orka fer í framleiðsluna, pökkunina, geymsluna og flutningana. En Ruth heldur fram að neytendur séu einfaldlega ekki tilbúnir fyrir allar þessar upplýsingar um umhverfisáhrif matvæla og að vísindin bak við þau séu ekki pottþétt.

Til að aðstoða ráðvillta neytendur hafa Ruth og samstarfskona hennar Dr. Andrea Collins frá Háskólanum í Cardiff þróað sérstakt umhverfisvænt mataræði, en það felur þá í sér að þau matvæli sem þær mæla með hafa minni heildar umhverfisáhrif en önnur. Mataræðið útilokar meðal annars allt vín og sterkt áfengi, súkkulaði, ís og flest kjöt.

Mataræðið er byggt á greiningu á umhverfisáhrifum matvæla neytt af meðal Cardiff-búa á viku. Mataræðið er mjög strangt og leyfir aðeins matvæli framleidd og flutt með afar litlum umhverfisáhrifum. Mataræðið hefur 40% minni umhverfisáhrif en meðal mataræðið hjá Cardiffbúum.

Flest allt kjöt er útilokað úr mataræðinum vegna þess hversu orkufrekt er að fæða búfé. Ostur er líka útilokaður, en vinnsla og geymsla ostsins er mjög orkufrek. Umhverfisáhrif framleiðslu víns sé einfaldlega alltof mikil og framleiðsla súkkulaðis og sterks áfengis fari einnig vel yfir mörkin. Brauð, grænmeti, kökur, kex, egg svínakjöt, og mjólk er allt leyft.

Týpískur dagur á mataræðinu myndir því líta einhvernveginn svona út:

Morgunmatur

Morgunkorn og mjólk, te eða kaffi eða ristað brauð og sulta

Hádegismatur

Lárpera og soðið egg með ristuðu brauði eða svartarbaunir, rocket og furuhnetu salat.

Kvöldmatur

Risotto með spínati, blaðlauk og jógúrti.ávaxtasalat eða svína kássa með sinnepi, hunangi og kanil og grænt salat með. Sætar pönnukökur með sultu, hunangi, tahini, súkkulaði sósu eða jógúrti.

Drikkir/snarl

Tvö bjórglös, poki af ávaxtabrjóstsykri, tvær kexkökur eða 1 dós Cola drykkur og 9 nammimolar

sjá grein á The Guardian
 

Birt:
5. júní 2007
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Umhverfisáhrif matvæla“, Náttúran.is: 5. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/05/umhverfishrif-matvla/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. maí 2014

Skilaboð: