Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, segir ekki koma til greina að víkja frá heildstæðu umhverfismati vegna fyrirhugaðs álvers Alcoa á Bakka. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks spurðist fyrir um það á Alþingi í dag hvort ráðherrann vildi beita sér fyrir því að víkja heildstæðu mati í ljósi efnahagsaðstæðna.

Umhverfisráðherra benti réttilega á að lög um mat á umhverfisáhrifum hafi verið sett hér á landi í samræmi við skuldbindingar EES-samningsins. Jón Gunnarsson virðist ekki hafa áttað sig þessu og því miður er hann ekki einn um það sbr. hugmyndir Halldórs Ásgrímssonar um að Alþingi setji sérlög um virkjanir. Menn megi ekki festa sig "... lögformlegu ferli sem tefur fyrir." sagði Halldór.

Það kemur sérlega á óvart að f.v. utanríkisráðherra til margra ára og framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar skuli ekki hafa meiri þekkingu á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands en raun ber vitni. Myndin er frá Kröflu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
13. október 2008
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Umhverfisráðherra kveður Jón Gunnarsson í kútinn“, Náttúran.is: 13. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/13/umhverfisraoherra-kveour-jon-gunnarsson-d-i-kutinn/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. október 2008

Skilaboð: