Nútíma efni og áhrif þeirra á heilsu
Nokkur umræða hefur verið um aukna tíðni ofnæmis og astma, einkum á Vesturlöndum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar og menn beint sjónum að ýmsum þáttum í umhverfinu. s.s myglu og örverum en einnig ýmsum efnum. Niðurstöður þessara rannsókna hafa ekki á óyggjandi hátt sýnt fram á hátt að um einn ákveðinn orsakavald sé að ræða.
Á alþjóðlegri ráðstefnu um innivist (Indoor air), er haldin var í Kaupmannahöfn í ágúst s.l., var fjallað um áhrif ýmissa efna og annarra þátta sem er að finna víða í umhverfi okkar og geta haft neikvæð áhrif á heilsu.
Að neðan gefur að líta fréttatilkynningu frá þessari ráðstefnu þar sem m.a. Carl-Gustav Bornehag og Jan Sundell lýsa því hvernig ein umfangsmesta rannsókn sem framkvæmd hefur verið á tengslum astma við búsetu í húsnæði með raka-, myglu- og örveruvandamál, leiddi í ljós tengsl astma við efni í umhverfinu en ekki við myglu.
Nútíma efni
Það hefur orðið mikli aukning á tíðni astma, ofnæmis og annarra nútíma sjúkdóma á síðustu áratugum og þeir virðast ekki vera af erfðafræðilegum uppruna. Tímabilið er of stutt fyrir það, að mati Charles J. Weschler prófessors við Tækniháskóla Danmerkur og Lækna og tannlæknaháskóla New Jersey. Hann bendir á að breyting hefur orðið á efnum í umhverfi okkar á sama tíma og tíðni þessara sjúkdóma hefur aukist. Í umhverfi okkar eru nú efni sem fólk komst ekki í snertingu við fyrir tveimur kynslóðum síðan. Áberandi meðal efna í útbreiddri notkun eru ýmis íblöndunarefni í plast, varnarefni og eldvarnarefni - sem sum hver geta haft áhrif á innkirtlastarfsemi manna.
„Það er ekki víst að þessi nýju efni valdi ofnæmi eða astma, en þau geta verið ónæmisglæðar – sem þýðir að þau framkalla/vekja ekki ofnæmi, en þau eiga þátt í að þróa ofnæmissjúkdóma. Eitt af því sem vísindamenn er vinna við rannsóknir á umhverfi innandyra (innivist) hafa beint sjónum sínum að eru þalöt. Þalöt eru íblöndunarefni sem notuð eru til að mýkja plast, gera það sveigjanlegt og ný tilegra. Þalöt eru dæmi um nútíma efni. Uppruni þalata í innivist er margvíslegur og þau finnast næstum alltaf í lofti og ryki innandyra. Þalöt finnast ítrekað í blóði og þvagi manna og börn virðast viðkvæmari fyrir þeim en fullorðnir. Spurningin er hvort þetta hafi áhrif á heilsu,“ segir Charles Weschler.
Nútíma efni og áhrif þeirra á innivist voru eitt af umfjöllunarefnum á 11. Alþjóðlegu ráðstefnunni um innivist (Indoor air), sem haldin var í Tækniháskóla Danmerkur 17. – 22. ágúst s.l.
Sænskir, danskir og bandarískir sérfræðingar sem rannsaka innivist hafa mælt DEHP (dí-ethyl,hexyl þalat) í innilofti í magni sem jafnast á við það magn af estrogen samböndum sem einstaklingur fengi með daglegri inntöku af algengri tegund af getnaðarvarnarpillu. Þetta bendir til þess að afleiðing mikillar útbreiðslu íblöndunarefna sem innihalda hormónlík efni, geti á sumum stöðum valdið því að þeir sem þar dvelja geti verið að anda að sér álíka magni af estrogen sambandi daglega og er í getnaðarvarnarpillu.
Sum þessara efna líkjast kvenhormón (estrogen). Því veldur það áhyggjum að komið hefur í ljós að sum þalöt hafa kvenleg áhrif í karlmönnum; til dæmis geta þau dregið úr gæðum sæðis og dregið úr fjarlægð milli kynfæra og endaþarms hjá karlkyns ný burum.
Þau íblönudunarefni í plast, sem eru í umhverfi okkar nú, voru þar ekki fyrir tveim kynslóðum síðan. Þau eru meðal 100.000 efna í umhverfi okkar, sem ekki hafa verið þar áður svo vitnað sé til prófessors Carl-Gustaf Bornehag, sem er vísindamaður á sviði innivistar og er í samstarfi við bæði Tækniháskóla Danmerkur og Háskólann í Karlstad í Svíþjóð.
Carl-Gustaf Bornehag segir, að hvað varðar nútíma efni þá hafi þau verið rannsökuð út frá vinnuverndarsjónarmiði, þar sem reiknað sé með að þau hafi áhrif á heilsu, á vinnustöðum þar sem fáir starfsmenn eru líklegir til að verða fyrir áhrifum af þeim. Áhrif þessara efna geta verið hættulegri á fyrri hluta ævinnar- á meðgöngu og í bernsku – en síðar á ævinni.
Heilsufarsvandamál sem tengjast efnum hafa breyst frá því að vera vinnuverndarmál eða loftmengun utandyra yfir í að vera inni-lofts/vistar vandamál. Á vesturlöndum er neytendavara helsta uppspretta efnanna í umhverfi manna: leikföng, hreinsiefni, matvæli, snyrtivörur o.s. frv. Þetta þýðir að efnamengun frá neytendavörum sem notuð eru alla daga hefur neikvæð áhrif á almenning. Börn eru að jafnaði í mestri hættu að verða fyrir áhrifum efna í umhverfinu og e.t.v. er mest hættan á meðgöngu. Lítil börn eru án vafa viðkvæmari fyrir áhrifum efna en fullorðnir.
Í rannsókn sem Bornehag, Sundell, Wechler o.fl. hafa gert kom í ljós að tengsl eru á milli efna eins og þalata sem notuð eru í algengum plastefnum á borð við PVC og vanheilsu í öndunarfærum s.s. astma og öðrum ofnæmis sjúkdómum. Þeir segjast geta séð tengsl, en átti sig ekki á líffræðilega gangvirkinu í orsakasamhenginu.
Carl-Gustaf vill meina að við verðum að skoða málið í víðara samhengi vegna þess að við getum ekki skýrt hvers vegna þalöt geta framkallað astma og ertingu - áhrifavalda á ofnæmissjúkdóma. Hann segir að við verðum að vera víðsýnni: í stað þess að tala um þalöt ættum við kannski að tala um nútíma áhættu/mengun og líta á fleiri efni eins og bisphenol A, eldvarnarefni, varnarefni og fleiri skyld efni.
„Ef til vill ættum við ekki bara að hugsa um ofnæmi og astma, en hugsa um þau sem nútíma sjúkdóma og tengsl þeirra við nútíma efni.“ Þetta gæti einnig hjálpað til við að skýra aukningu annarra nútíma sjúkdóma: sykursýki, ófrjósemi (truflun á frjósemi), galla á kynfærum, einhverfu og offitu en tíðni allra þessara sjúkdóma hefur vaxið á sama tíma og magn og fjöldi þessara efna hefur aukist í umhverfi okkar.
Jan Sundell prófessor við Tækniháskóla Danmerkur og Háskólann í Texas bendir á að vandamálið er að neikvæð áhrif á heilsu af völdum þessara efna er mest snemma á ævinni.
Hann segir: „Við vitum ekki hvort mest áhætta er á meðgöngu eða á fyrsta æviári. Það er engin vísbending um að hafa þurfi eins miklar áhyggjur af áhrifum þessara efna, á eldri börn eða fullorðna. En ef við skoðum öll þessi nútíma efni saman og alla þessa nútíma sjúkdóma, þá gæti þetta verið eitt stærsta hneyksli allra tíma á vesturlöndum.“
Carl-Gustav Bornehag og Jan Sundell lýsa því hvernig þeir byrjuðu rannsókn á húsnæði með rakavandamál í Svíþjóð fyrir um 10 árum til að rannsaka tengsl astma og búsetu í húsnæði með raka, myglu og örveruvandamál. Þeir mældu loft og ryk, og þeir leituðu að öllum tegundum af myglu og ýmsum örverum. Á sama tíma rannsökuðu þeir efni. Þeir fundu ekkert samband við örveruþáttinn, en þeir fundu heilsufarsleg áhrif efna s.s. glycol eters frá hreinsiefnum og vatnsmálningu. Þeir segja því, að ein stærsta rannsókn sem framkvæmd hefur verið til að sýna fram á að mygla væri vandamálið leiddi í ljós að í raun voru það efnin sem voru varhugaverð.
Enginn hefur rannsakað allt sviðið – hvers vegna verða drengir frekar fyrir æxlunarbrenglun, hvers vegna er tíðni einhverfu fjórum sinnum meiri hjá drengjum og hvers vegna er tíðni astma tvöföld hjá þeim miðað við hjá stúlkum? Það gæti verið vegna þess að í frumbernsku komast börn í snertingu við efni sem líkja eftir kvenhormónum.
Carl-Gustaf Bornehag segir: „Sögulega hefur efnamengun (snerting við efni) fyrst og fremst verið bundin vinnuumhverfi, en í dag vitum við að efnamengun tengist að stærstum hluta efnanotkun á heimilum og í daglegu lífi.“
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Nútíma efni og áhrif þeirra á heilsu“, Náttúran.is: 27. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/27/nutima-efni-og-ahrif-theirra-heilsu/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.