Kína, sem er stærsti markaður fyrir hefðbundin lækningalyf gerð úr líkamshlutum tígrisdýra, hefur bannað sölu á beinum tígrisdýra til þess að koma í veg fyrir að tígrisdýrin deyji út. Bráðlega munu þó tígrisdýrabein sennilega aftur verða fáanleg til sölu vegna gífurlegrar eftirspurnar sem ekki sé hægt að standast, að sögn dýraverndunarsinna.

Kínverska ríkisstjórnin hefur orðið fyrir gífurlegum þrýstingi frá tígrisdýrabændum um að afnema bannið. Wang Wei, fulltrúi ráðuneytis dýralífsverndunar segir að breyting á þessu sé óumflþjanleg.
"Málið er í rannsókn " , stendur í kínverska dagblaðinu, "bannið mun ekki vera alltaf til staðar, sökum sterkrar skoðunar tígrisdýrabænda, sérfræðinga og þjóðfélagsins."

Fjöldi kínverskra tígrisdýra hefur næstum verið útmáð þar sem einungis um 50 tígrisdýr eru eftir í norðausturhluta landsins. En viðskiptabændur hafa haldið um 5000 tígrisdýrum í haldi. Á hverju ári fæðast um 1000 tígrisdýraungar.

Um þessar mundir er ekki hægt að selja hin verðmætu hræ, bein og limi tígrisdýranna á löglegan hátt sem gerir það að verkum að tígrisdýrin eru fryst eftir að þau eru drepin. Nokkur býli standa fyrir gjaldýroti þar sem þau hafa alið þúsundir tígrisdýra, sem eru einskis virði á meðan á banninu stendur.

Wang fullyrðir að þetta sé óþarfa tap fyrir efnahaginn. "Þetta verður þvílík sóun ef afurðir dauðra tígrisdýra eru ekki nýtt í hefðbundin lækningalyf", segir Wang.

Breyting á stöðu Kína myndi hvetja til alþjóðlegs hneykslis. Dþraverndunarsinnar óttast að afnemun bannsins myndi flýta fyrir veiðiþjófnaði.

Wang fullyrðir einnig að hægt sé að frelsa einhvern hluta þeirra tígrisdýra sem eru á býlum út í náttúruna. Það myndi þó ekki bera neinn árangur þar sem tígrisdýr sem alin voru upp á býli hafi ekki möguleika á því að lifa af í skógum sökum þess að þau séu of tamin.

Dþraverndarsinnar saka bændur um að stækka tígrisdýrastofninn sinn - þrátt fyrir að vera með ofsetin búr og minnkun á erfðafræðilegum eiginleikum. Þetta sé einungis gert í þeim tilgangi að kúga stjórnvöld til að afnema bannið.

Tekið af The Guardian.

Birt:
20. júní 2007
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Kína við það að afnema bann á sölu tígrisdýrabeina“, Náttúran.is: 20. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/20/kna-vi-afnema-bann-slu-tgrisdrabeina/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: