Þann 7. mars næstkomandi verður haldinn stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda. Dagskrá fundarins og markmið samtakanna eins og þau koma fram á Facebook síðu undibúningshópsins

19:30 - Inngangsorð: Oddný Anna Björnsdóttir
19:40 - Kjör fundarstjóra og ritara 
19:45 - Fundurinn formlega settur
19:50 - Erindi um mat og heilsu í iðnvæddum heimi: Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
20:10 - Tillögur og umræður um fyrirkomulag samtakanna
20:40 - Hlé, skráning í framkvæmdanefnd og faghópa
21:10 - Kynning á framkvæmdanefnd og faghópum
21:20 - Almennar umræður
21:30 - Fundi slitið

Boðið verður upp á léttar lífrænt vottaðar veitingar/smakk.

Á staðnum verður upplýsingamiðstöð um lífrænan landbúnað og framleiðsluaðferðir.

Tilgangur samtakanna er að stuðla að aukinni framleiðslu og neyslu vottaðra lífrænna vara á Íslandi með velferð almennings, búfjár og umhverfisins að leiðarljósi.

Markmið samtakanna er að efla miðlun upplýsinga um lífrænar afurðir og framleiðslu þeirra, hvetja til aukinnar neyslu á vottuðum lífrænum vörum, vekja athygli á kostum lífrænna aðferða og nauðsyn bættrar meðferðar búfjár, veita markaðinum aðhald um bættar merkingar og aukið framboð lífrænna afurða, og stuðla þannig að heilbrigðum lífsstíl og heilnæmu umhverfi.

Í undirbúningsnefnd stofnfundarins eru:

Björg Stefánsdóttir, skrifstofustjóri NLFÍ
Dominique Plédel Jónsson: Formaður Slow Food
Eygló Björk Ólafsdóttir: Slow Food og Vallanes/Móðir Jörð
Guðmundur R. Guðmundsson: Nefnd um Græna hagkerfið
Guðrún Helga Guðbjörnsd.: Brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá LBHÍ
Guðrún Hallgrímsdóttir: Stjórnarmaður og formaður vottunarnefndar Túns
Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur: Náttúran.is
Gunnar Á Gunnarsson: Framkvæmdastjóri Vottunarstofunnar Túns
Kristín Vala Ragnarsdóttir: Forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ
Ólafur Dýrmundsson: Landsráðunautur í lífrænum landbúnaði
Oddný Anna Björnsdóttir: Stjfm Lifandi ehf og stofnandi SLN á FB 
Sirrý Svöludóttir: Lífrænn bloggari og markaðsstjóri Yggdrasils

Birt:
22. febrúar 2011
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Stofnfundur Samtaka lífrænna neytenda“, Náttúran.is: 22. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/22/stofnfundur-samtaka-lifraenna-neytenda/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: