Æðahnútar og gyllinæð
Æðahnútar geta verið ættgengur kvillli, en oft koma þeir fram hjá fólki sem hreyfir sig lítið og fólki sem stendur mikið við sinnu sína. Aðrir þættir sem geta orsakað æðahnúta eru þungun, offita, þröngur klæðnaður, rangur skófatnaður og langvinn hægðatregða. Æðahnútar myndast venjuleg aí bláæðum fótleggja, en þeir geta einnig myndast í bláæðum eistna og endaarms. Æðahnútar geta valdið verkjum og ´bolgu á viðkomandi stöðum og vond sár sem gróa seint geta myndast í húðinni yfir æðahnútnum.
Djúp innöndun örvar endurflæði blóðs til hjarta og því er rétt öndun mjög mikilvæg fyrir fólk sem þjáist af æðahnútum. Reglulegar líkamsæfingar örva blóðflæði um allan líkamann. Forðist að standa mikið og sitjið ekki með krosslagða fætur. Reynið ávallt að hafa hátt undir f´tum þegar þið sitjið eða liggið svo að fætur séu aðeins hærra en höfuð.
Liggið aldrei í heitu baði, hitinn víkkar æðarnar og eykur því vandann. Gott er að sprauta ísköldu vatni á fótleggina á morgnana til þess að draga æðarnar saman og styrkja þær.
Jurtir gegn æðahnútum
Jurtir sem styrkja bláæðarnar: t.d. klóelfting, blóðarfi, brenninetla, hvítþyrni, vallhumall, hjartarfi, bókhveiti, morgunfrú og musteristré. Jurtir sem örva blóðflæði: t.d. eldpipar, rósmarín og engiferjurt.
Jurtirnar má taka inn sem te eða seyði og einnig er gott að útbúa kalda bakstra (úr kæliskáp) til þess að leggja við æðahnútana.
Sár og exem sem myndast vegna æðahnúta verða oft þrálát og slæm. Meðferð þeirra getur verið erfið og ávallt er þ0rf á inntöku jurtalyfja samhliða útvortis meðferð.
Jurtir sem eru góðar til inntöku við sárum og exemi er þær sömu og við æðahnútum en gott er að taka jafnframt sólblómahatt til að styrkja ónæmiskerfið.
Gott er að bera smyrsl og leggja bakstra á sárið og húðina í kring. Til þeirra nota eru morgundrú og hunang best. Einnig er oft gott að útbúa bakstra með engiferrót og leggja umhverfis sárið til þess að örva blóðrennsli þangað. Varist að láta engiferrót koma við opin sár því að hún er ertandi.
Djúp innöndun örvar endurflæði blóðs til hjarta og því er rétt öndun mjög mikilvæg fyrir fólk sem þjáist af æðahnútum. Reglulegar líkamsæfingar örva blóðflæði um allan líkamann. Forðist að standa mikið og sitjið ekki með krosslagða fætur. Reynið ávallt að hafa hátt undir f´tum þegar þið sitjið eða liggið svo að fætur séu aðeins hærra en höfuð.
Liggið aldrei í heitu baði, hitinn víkkar æðarnar og eykur því vandann. Gott er að sprauta ísköldu vatni á fótleggina á morgnana til þess að draga æðarnar saman og styrkja þær.
Jurtir gegn æðahnútum
Jurtir sem styrkja bláæðarnar: t.d. klóelfting, blóðarfi, brenninetla, hvítþyrni, vallhumall, hjartarfi, bókhveiti, morgunfrú og musteristré. Jurtir sem örva blóðflæði: t.d. eldpipar, rósmarín og engiferjurt.
Jurtirnar má taka inn sem te eða seyði og einnig er gott að útbúa kalda bakstra (úr kæliskáp) til þess að leggja við æðahnútana.
Sár og exem sem myndast vegna æðahnúta verða oft þrálát og slæm. Meðferð þeirra getur verið erfið og ávallt er þ0rf á inntöku jurtalyfja samhliða útvortis meðferð.
Jurtir sem eru góðar til inntöku við sárum og exemi er þær sömu og við æðahnútum en gott er að taka jafnframt sólblómahatt til að styrkja ónæmiskerfið.
Gott er að bera smyrsl og leggja bakstra á sárið og húðina í kring. Til þeirra nota eru morgundrú og hunang best. Einnig er oft gott að útbúa bakstra með engiferrót og leggja umhverfis sárið til þess að örva blóðrennsli þangað. Varist að láta engiferrót koma við opin sár því að hún er ertandi.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Æðahnútar og gyllinæð“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/ahntar-og-gyllin/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007