Stofnfundur Félags umhverfisfræðinga var haldinn síðastliðinn laugardag, þ. 24. 02. 2007. Á fundinum voru kosnir í stjórn félagsins: Guðmundur Ingi Guðbrandsson (formaður), Anna Rósa Böðvarsdóttir, Björn H. Barkarson, Kjartan Due Nielsen og María J. Gunnarsdóttir. Félaginu er ætlað að vera faglegur vettvangur fyrir umhverfis- og auðlindafræðinga og aðra fræðimenn á sviði umhverfismála sem með starfa sínum eða öðru framlagi, styrkja félagið með þátttöku sinni

Markmið félagsins eru að efla faglega og vísindalega þekkingu félagsmanna, stuðla að umræðu og fræðslu um umhverfismál og auka innlent og alþjóðlegt samstarf á þeim vettvangi. Félaginu er einnig ætlað að auka þekkingu og skilning á starfi umhverfisfræðinga og þeirri þverfaglegu nálgun sem þeir þurfa oft að beita í starfi sínu.
Félagið mun standa fyrir fræðslu svo sem með málþingum og erindaflutningi sem tengjast náttúru- og umhverfismálum og nota fjölbreytta miðla nútímasamfélags til að koma á framfæri þekkingu og upplýsingum um þennan málaflokk.

Birt:
1. mars 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Félag umhverfisfræðinga stofnað“, Náttúran.is: 1. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/felag_umhverfisfraedinga/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007

Skilaboð: