Í síðustu viku var kynnt skýrsla starfshóps um stöðu og möguleika lífrænnar framleiðslu á Íslandi, undir yfirskriftinni „Lífræn framleiðsla – Ónotað tækifæri í atvinnulífi landsbyggðarinnar“. Starfshópurinn sem vann að skýrslunni var skipaður fulltrúum Vottunarstofunnar Túns, Staðardagskrár 21 og Byggðastofnunar. Nánari upplýsingar er að finna í frétt á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga (sjá fréttina og skýrsluna).
Í skýrslunni kemur m.a. fram að lífrænar aðferðir eru í mikilli sókn víða um heim í framleiðslu matvæla, snyrtivara, vefnaðarvara og hvers konar náttúruafurða. Stjórnvöld flestra Evrópuríkja vinna markvisst að því að hagnýta slíkar aðferðir til sóknar í byggða- og umhverfismálum. Þessi þróun hefur hins vegar að mestu farið framhjá Íslendingum.
-
Myndin er tekin af rauðrófu- og púrruakri að Skaftholti í Gnúpverjahreppi þ. 26. 08. 2006 en þar er stunduð lífræn og bíodýnamísk ræktun. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
29. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífræn framleiðsla - Vannýtt tækifæri í byggðaþróun“, Náttúran.is: 29. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/vannytt_byggdatroun/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: