Norðlingaskóli fær Grænfánann
Í dag við skólaslit í „hátíðarsal“ Norðlingaskóla, sem er undir berum himni því þessi ungi skóli er enný á í bráðarbirgðarskólastofum, afhenti umhverfisráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir Grænfána í fyrsta sinn í ráðherratíð sinni. Þórunni fórst verkið vel úr hendi enda naut hún fulltyngis Rannveigar Thoroddsen, þaulreyndum starfsmanni Landverndar.
Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki Foundation for Environmental Education (FEE) en Landvernd er umsjónaraðili með Grænfánanum hérlendis. Verkefnið ný tur virðingar víða í Evrópu og annarsstaðar sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla.
Myndirnar eru frá Grænfánaafhendingunni í Norðlingaskóla í dag.Ljósmyndir: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Norðlingaskóli fær Grænfánann“, Náttúran.is: 5. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/05/norlingaholtsskli-fr-grnfnann/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. ágúst 2007