Efnahagsaðgerðir stjórnvalda víða um heim bera með sér að ríkisstjórnir vilja einnig ná árangri í umhverfismálum. Þetta hefur BBC eftir Yvo de Boer, yfirmanni Skrifstofu Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á áform um að auka fjárfestingar í endurnýjanlegri orku og almenningssamgöngum.

Sjá fréttaskýringu BBC

Í dag fyrirskipaði forseti Bandaríkjanna aðgerðir alríkisyfirvöldum í að snarlega fylgja eftir þeim takmörkunum sem Kalifornía og 13 önnur fylki hafa sett á losun gróðurhúsalofttegunda bílum og öðrum farartækjum. Ennfremur skipaði hann Samgönguráðuneytinu að setja strangari kröfur um eldsneytiseyðslu bíla og pallbíla.

Það eru nýir tímar í Bandaríkjunum.
Birt:
26. janúar 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Efnhagsaðgerðir samhliða aðgerðum gegn loftslagsbreytingum“, Náttúran.is: 26. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/26/efnhagsaogeroir-samhlioa-aogeroum-gegn-loftslagsbr/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: