Veistu um merkileg tré?
Björk Þorleifsdóttir vinnur nú meistarprófsrannsókn í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands en hún fjallar um sögur af merkum trjám í Reykjavík og gildi þeirra fyrir borgarbúa.
Björk leitar því nú að gömlum trjám, sérstökum og sjaldgæfum tegundum, trjám sem eru stór, bein, kræklótt og síðast en ekki síst trjám sem hafa sögulegt gildi og hafa sérstaka merkingu fyrir íbúa í nágrenni. Þetta geta t.d. verið leiktré, tré sem var plantað fyrir nýfædd börn, plantað af þekktum einstaklingum eða tré sem setja mikinn svip á götumynd eða umhverfi sitt og þar fram eftir götunum.
Búið er að stofna facebook-síðu utan um verkefnið undir nafninu „Merk tré í Reykjavík“ og vonast Björk til að þangað safnist upplýsingar sem koma að gagni við rannsóknina.
Ef þú lesandi góður átt einhverjar sögur í fórum þínum þá endilega látið Björk vita annað hvort á facebook eða á netfangið bth79@hi.is.
Ljósmynd: fimm ára gamalat norskt eplatré sem vex í miðjum garði í Vogalandi í Fossvoginum.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Veistu um merkileg tré?“, Náttúran.is: 18. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/18/veistu-um-merkileg-tre/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.