Skógarlífsgæði í borg
Reykjavíkurborg stendur fyrir mikilli trjá- og gróðurrækt í borgarlandinu. Á grænum svæðum og í skógum borgarinnar felast mikil lífsgæði sem hafa áhrif á íbúana. Í tilefni af Grænum apríl og Alþjóðlegu ári skóga 2011 er boðið upp á skipulagða leiðsögn um útivistarskóginn í Öskjuhlíð. Um leiðsögnina sjá Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur, og Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri Lesið í skóginn. Þau þekkja áhrif, nýtingar- og upplifunarmöguleika skóganna og munu fræða þátttakendur eins og þeim einum er lagið.
Komdu og upplifðu skógarlífsgæðin í borginni!
Mæting við Perluna, kl. 11, þaðan sem gengið verður um Öskjuhlíðina í fylgd þeirra Óla og Helenu eftir spennandi skógarstígum. Þátttakendur eru hvattir til að koma sér á staðinn með umhverfisvænum hætti; gangandi, hlaupandi, hjólandi, með almenningsvagni eða með því að samnýta bílferðir.
Umsjón: Helena Óladóttir verkefnisstjóri Náttúruskóla Reykjavíkur og Ólafur Oddsson verkefnisstjóri Lesið í skóginn.
Ljósmynd: Furukönglar, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Skógarlífsgæði í borg“, Náttúran.is: 5. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/05/skogarlifsgaedi-i-borg/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.