Loforð um græna leika átti drjúgan þátt í að Bretar fengu að halda Ólympíuleikana. Græni metnaðurinn hefur þó ekki skilað tilætluðum árangri, margar viðmiðanir sem ekki nást.

Ýmsum umhverfisverndarsinnum gremst þó mest aðkoma stórfyrirtækisins Rio Tinto. Reiðir borgarar í Salt Lake borg í Utah í Bandaríkjunum nota leikana til að vekja athygli á málaferlum gegn Rio Tinto vegna loftmengunar í borginni frá námu þaðan sem málmarnir í verðlaunapeningana koma.

Baráttan hefur þó ekki náð inn í borgarráð Lundúna því þegar Sigrún Davíðsdóttir hringdi í skrifstofu borgarstjórnarfulltrúa Græna flokksins kannaðist blaðafulltrúinn ekki við Rio Tinto. Eins og kunnugt er á Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Sigrún fjallað um málið í Speglinum í gær. Hlusta á fréttina hér.

Birt:
26. júní 2012
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Grænir leikar eða ekki“, Náttúran.is: 26. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/26/graenir-leikar-eda-ekki/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: