Í frétt á vef Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna kemur m.a. fram að sjóðurinn hafi verið fyrstur íslenskra stofnanafjárfesta aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um ábyrgar fjárfestingar. Í því felst m.a. að sjóðurinn muni í vaxandi mæli hafa til hliðsjónar við fjárfestingar hvernig fyrirtækin horfa til umhverfisþátta við rekstur sinn þ.e.;
  • að fyrirtækin fari að lögum og reglum um umhverfismál
  • að þau leitist við að draga úr umhverfisáhrifum við rekstur
  • og þau geri hluthöfum reglulega grein fyrir stefnu sinni á sviði umhverfismála

Með yfirlýsingu þessari opnast ekki aðeins aukin tækifæri fyrir umhverfismeðvituð fyrirtæki á aðkomu fjárfestis heldur fá lífeyrissjóðsgreiðendur loks tækifæri til að velja sjóð sem að endurspeglar lífsgildi þeirra og geta verið nokkuð öruggir með að lífeyrisgreiðslur þeirra verði ekki notaðar til fjárfestinga í umhverfisspillandi starfsemi.
-
LV fer hér fram með góðu fordæmi. Sjá alla fréttina.

Birt:
21. janúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífeyrissjóður Verslunarmanna umbunar umhverfisvænum fyrirtækjum“, Náttúran.is: 21. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/lifeyrissj_verslmanna/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 16. janúar 2008

Skilaboð: