Samkvæmt skoðanakönnun á afstöðu almennings til þátta er varða viðfangsefni stjórnlagaþings og framkvæmd var af Miðlun ehf. nefnir helmingur þeirra er afstöðu tóku: Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.

Spurt var: Nú 27. nóvember verður kosið til stjórnlagaþings sem á að koma saman eigi síðar en 15. febrúar á næsta ári og hefur það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá Íslands.

Í lögum um stjórnlagaþing (90/2010) segir að það skuli taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti.

Hvaða þrír þættir finnst þér vera mikilvægastir?
Vinsamlegast merktu við allt að þrjú viðfangsefni.

[Valmöguleikar birtust svarendum í tilviljanakenndri röð.]

Sjá könnun hér á pdf-skjali.

Í ljósi þessa er ekki að undra hversu margir margir frambjóðendur til stjórnlagaþings hafa sett fram hugmyndir um ákvæði um auðlindir og umhverfismál í stjórnarskrá.

Birt:
17. nóvember 2010
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Flestir nefna umhverfismálin“, Náttúran.is: 17. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/17/flestir-nefna-umhverfismalin/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: