EcoProcura - ráðstefna um vistvæn innkaup í Reykjavík
Opnað hefur verið fyrir skráningu á sjöundu alþjóðlegu EcoProcura ráðstefnuna um vistvæn innkaup en hún verður haldin í Reykjavík 25.–27. mars 2009. „Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skoðanaskipti um vistvæn innkaup, auk þess sem athyglinni verður beint að hlut vistvænna innkaupa í baráttunni gegn hlýnun jarðar, “ segir Eygerður Margrétardóttir framkvæmdastýra Staðardagskrár 21 hjá Reykjavíkurborg.
Reykjavíkurborg og ICLEI, alþjóðleg samtök sveitarstjórna um sjálfbærni, standa fyrir ráðstefnunni. „Við viljum leiða saman sérfræðinga, fræðimenn og fólk í viðskiptalífinu en mikilvægt er að þetta fólk geti borið saman reynslu, aðferðir, vörur, þjónustu og tækni er varða vistvæn innkaup,“ segir Eygerður og vonar að ráðstefnan muni jafnframt vekja athygli á því starfi sem unnið er í umhverfismálum hérlendis á vegum sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnanna.
Sjá nánar um ráðstefnuna.
Frekari upplýsingar veitir Eygerður Margrétardóttir í síma: 693 2302
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „EcoProcura - ráðstefna um vistvæn innkaup í Reykjavík“, Náttúran.is: 22. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/22/ecoprocura-raostefna-um-vistvaen-innkaup-i-reykjav/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.