Þann 10. október næstkomandi boðar Orkuveita Reykjavíkur, ásamt samstarfsaðilum, til ráðstefnu um endurheimt staðargróðurs og frágang á gróðri og landslagi eftir rask vegna framkvæmda. Ráðstefnan er hugsuð sem vettvangur fyrir framkvæmdaraðila, sérfræðinga og eftirlitsaðila til þess að ræða lausnir á þessu sviði. Hún er þáttur í undirbúningi fyrir gerð verklagsreglna um umgengni og frágang vegna rasks við framkvæmdir, sem vonandi geta ný st  sem flestum aðilum.

Markmið ráðstefnunnar eru að:

  • auka enn frekar meðvitund um mikilvægi þess að taka tillit til náttúru og landslags allt frá hönnun til framkvæmdarloka.
  • stuðla að því að útfærsla og staðsetning mannvirkja sé með þeim hætti að  áhrif þeirra á vistkerfi og landslag verði sem minnst.
  • finna leiðir til að lágmarka rask meðan á framkvæmdum stendur og haga frágangi þannig að hægt verði að endurheimta staðargróður á röskuðum svæðum og bæta virkni skemmdra vistkerfa svo fljótt sem kostur er.
Í tengslum við ráðstefnuna verður haldin veggspjaldasýning á rannsóknum og verkefnum sem tengjast þema ráðstefnunnar.

Samstarfsaðilar Orkuveitu Reykjavíkur að ráðstefnunni eru Landbúnaðarháskóli Íslands, Línuhönnun og Landgræðslan.

Sjá dagskrá ráðstefnunnar:

8:00 Skráning
8:30 Setning: Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands

1. hluti: Rask og endurheimt – yfirlit

8:40 Raskið bætt - gildismat þjóðar - Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins Björn H. Barkarson, VSÓ Ráðgjöf
9:00 Endursköpun eða minnismerki? - Ólafur Páll Jónsson lektor í heimspeki, Háskóli Íslands
9:20 Landslag: stóra myndin - Þóra Ellen Þórhallsdóttir Prófessor, Háskóli Íslands
 
9:40 Kaffi

2. hluti: Vistheimt– staða þekkingar 

10:10 Moldin er verðmæti - Ólafur Arnalds jarðvegsfræðingur, Landbúnaðarháskóli Íslands
10:25 Lífið í jörðinni - Edda Sigurdís Oddsdóttir jarðvegslíffræðingur, Skógrækt ríkisins
10:40  Vatnsbúskapur og vistheimt - Berglind Orradóttir, vistfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
11:00 Tökum tillit til landslags við framkvæmdir - Ragnar Frank Kristjánsson, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands
11:20 Endurheimt staðargróðurs – meira en uppgræðsla - Ása L. Aradóttir vistfræðingur, Landbúnaðarháskóli Íslands.  Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur, Orkuveita Reykjavíkur

11:50  Fyrirspurnir

12:30 – 13:30 Hádegismatur

3. hluti: Framkvæmdir – viðmið og verklagsreglur

13:30  Umgengni í sátt við umhverfið - Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri hjá Landsvirkjun
13:50 Framkvæmdir og umhverfi - Hersir Gíslason, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni
14:10 Lagaleg viðmið um rask og endurheimt - Sigrún Ágústsdóttir lögfræðingur frá Umhverfisstofnun
14:30 Í upphafi skyldi endinn skoða - Gunnar Hjartarson, umhverfisfræðingur, Orkuveita Reykjavíkur
14:50  Fyrirspurnir
15:10  Kaffi

4. hluti: Umræður og samantekt 

15:40 Samantekt, pallborðsumræður og fyrirspurnir

Þátttakendur í pallborði:
Landsvirkjun Agnar Olsen, Skrifstofustjóri
Orkuveitan Jakob S. Friðriksson, Framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Vegagerðin Hreinn Haraldsson Vegamálastjóri.
Umhverfisstofnun Kristín Linda Árnadóttir Forstjóri UST.
Skipulagsstofnun Stefán Thors Skipulagsstjóri ríkisins.

Árni Bragason stýrir pallborðsumræðum.

17:00 Ráðstefnuslit: Guðlaugur G. Sverrisson Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur

5. hluti: Veggspjaldasýning

Léttar veitingar

Fundarstjóri: Hólmfríður Sigurðardóttir, Sviðstjóri nýsköpunar og þróunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Myndin er af frágangi vegkantar vegs upp að Hverahlíð en þar var leitast við að koma fyrir staðargróðri þannig að vegslóðinn sæist sem minnst í landslaginu. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
6. október 2008
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Að taka náttúruna með í reikninginn“, Náttúran.is: 6. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/06/ao-taka-natturuna-meo-i-reikninginn/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: