Um þessar mundir búa ökumenn bifreiðar sínar undir veturinn og hjólreiðamenn huga að hjólum sínum en spáð er að hlutur reiðhjóla á götum borgarinnar eflist í vetur. Ný talning á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum sýnir að hlutur reiðhjóla í Austurstræti er 11%, Suðurhlíð 10% og 6% á Bíldshöfða.

Fullyrt hefur verið að reiðhjólið sé einn snjallasti fararskjóti um getur því hægt er að fara allra ferða sinna á eigin orku. Rekstur reiðhjóla er ekki kostnaðarsamur og það helsta sem þarf fyrir veturinn eru nagladekk, ljós að framan og aftan, vatnsheldar töskur á bögglabera, hlýir hanskar, vind- og regnheldur galli, endurskinsmerki og góðir skór.

Umhverfis- og samgöngusvið gerir nú reglulega talningar til að kanna hlutfallið milli reiðhjóla og bifreiða. Fyrstu tölur sýna að götur eins og Austurstræti, Bíldshöfði og Suðurhlíð eru ágætlega nýttar af hjólreiðamönnum. Sjaldnar sjást hjól hins vegar á götum eins og Njarðargötu (1%), Vonarstræti (1%), Bústaðavegi (0,17%), Hamrahlíð (0,86%) og Borgartúni (0,50%).

Talninga á hlutdeild bifreiða og reiðhjóla á völdum götum

Birt:
3. nóvember 2009
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Hlutdeild hjólreiða á götum Reykjavíkur“, Náttúran.is: 3. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/03/hlutdeild-hjolreioa-gotum-reykjavikur/ [Skoðað:27. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: