Heilsukokkurinn Auður I. Konráðsdóttir býður nú upp á páskaegg, framleidd úr lífrænt vottuðum afurðum. Þau eru handgerð úr 100% hreinu, lífrænu súkkulaði og lífrænu agave sírópi.

Eggin eru fyllt með lífrænum mórberjum og goji berjum ásamt uppskrift frá Heilsukokkinum fyrir stóra fólkið en smáfólkið fær blandað, lífrænt krakkanammi og skemmtileg skilaboð frá Halla holla, sem veit allt um það hvernig maður verður stór og sterkur.

Eggin fást í tveimur stærðum, minna eggið er 12 cm, 200g en það stærra er 17 cm, 400g.

Nánari upplýsingar og pantanir hjá Auði heilsukokki heilsukokkur@heilskukokkur.is.

Birt:
13. apríl 2011
Uppruni:
Heilsukokkur ehf
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífræn páskaegg frá Heilsukokki“, Náttúran.is: 13. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/13/fyrstu-lifraenu-paskaeggin-islandi/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: