Mikilvægi mataræðis

Matur er sá umhverfisþáttur sem hefur hvað mest áhrif á lífeðlisfræðilegt kerfi okkar.  Meginlþðheilsuvandamál í heiminum eru ofneysla og vannæring, hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og sýkingar. Mataræði hefur afgerandi áhrif á alla þessa þætti. Lélegt mataræði eykur hættu á langvinnum sjúkdómum og talið er að rétt mataræði geti haft fyrirbyggjandi áhrif og hjálpað til og/eða flýtt fyrir lækningu. Talið er að heilsuvörur, sem hluti af hollu mataræði, gætu komið þar sterkar inn sem hugsanleg lausn til að fyrirbyggja eða lækna sjúkdóm.

„Látið mat vera ykkur lyf og lyf ykkur matur“

Á tuttugustu öldinni varð vakning um mikilvægi mataræðis til að fyrirbyggja sjúkdóma og bæta heilsu. Fyrstu 50 ár síðustu aldar var lífsnauðsynleika bætiefna gerð skil s.s. vítamínum og hlutverki þeirra við að fyrirbyggja hörgulsjúkdóma. Sú kenning að matur geti haft meðferðarlegt gildi gegn sjúkdómum var þó ekki ný á nálinni. Um 2500 árum fyrr hafði Hippocrates, faðir læknisfræðinnar mælt: “Látið mat vera ykkar lyf og lyf vera ykkar mat.” Sú heimspeki lá niðri á 19. öld þegar nútímalyf hófu innreið sína (Hasler, 2002). Á síðari hluta tuttugustu aldarinnar var ofneysla orðin mikið lþðheilsuvandamál og voru ýmsir sjúkdómar tengdir við hana. Þetta varð til þess að fjöldinn allur af lþðheilsufræðilegum ráðleggingum var settur fram til að afstýra þessari óviðunandi þróun. Þessar ráðleggingar miðast við almenna stefnu og fræðslu sem undirstrikar mikilvægi þess að borða lítið af mettaðri fitu en mikið af grænmeti, ávöxtum, grófu korni og baunum til að minnka áhættu á langvinnum sjúkdómum á borð við hjartasjúkdóma, krabbamein, beiný ynningu, sykursýki og heilablóðfall (WHO, 2003).

Á síðasta áratug liðinnar aldar fóru vísindamenn einnig að bera kennsl á lífeðlisfræðilega virk efnasambönd í mat, bæði úr jurta- og dýraríkinu þ.e. plöntuefni (phytochemicals) og dýraefni (zoochemicals), sem hugsanlega geta dregið úr áhættu á margs konar langvinnum sjúkdómum. Í kjölfar þessara uppgötvana, ásamt aukinni öldrun og heilsumeðvitund samfélaga, breytinga í matvælalöggjöf, auk ýmissa tæknilegra framfara, varð til blómlegur markaður fyrir heilsubætandi afurðir, s.k. heilsuvörur (Hasler, 2002). Vegna aukins skilnings á tengslum mataræðis og heilsu, sem og almennrar umræðu, hafa sífellt fleiri neytendur lagt áherslu á að fyrirbyggja sjúkdóma frekar en að lækna þá. Þá hafa margir breytt mataræði sínu til að komast hjá því að kaupa dýr lyf. Þessar breytingar hafa leitt til þróunar og framleiðslu á markfæði (Sanders, 1998).

Hvað telst til heilsufæðis?

Matur eða matvæli sem hafa möguleika á að bæta heilsu má flokka sem heilsuvörur (Ötles, 2002). Óbreytt lífrænt ræktuð matvæli, fæðubótarefni og markfæði eru flokkar af matvælum sem geta flokkast undir skilgreininguna heilsuvörur. Matvæli sem innihalda engin aukaefni, eru sykurskert, glúten- og gerlaus og/eða innihalda lágmarks fituinnihald geta talist til heilsuvara. Hér hefur matvælunum verið breytt miðað við venjulegar sambærilegar vörur þannig að þau innihaldi minna af efnum sem sumir eru viðkvæmir fyrir. Einnig geta venjuleg holl matvæli talist heilsuvörur eins og ávextir, sýrðar og gerjaðar mjólkurvörur, grænmeti, fiskur og trefjaríkt brauð.

Heilsufæði - matvæli eða lyf?

Ekki eru til lög eða reglugerðir á sem taka sérstaklega yfir heilsufæði í heild sinni, hinsvegar eru til reglugerðir um ákveðin matvæli sem geta flokkast undir heilsufæði (s.s. sérfæði og fæðubótaefni). Í lögum um matvæli (Lög um matvæli, 93/1995) er heilsufæði ekki tiltekið, hinsvegar má finna í athugasemdum í frumvarpi að lögunum að „bætiefni, náttúruvörur og hollefni (heilsuvörur) teljast til matvæla þegar vörurnar falla ekki undir skilgreiningu lyfja vegna magns bætiefna eða innihalds efna sem hafa þekktar lyfjaverkanir“ (frumvarp til laga um matvæli, 15 mál á 119. löggjafarþingi, 1995, athugasemdir við 2 grein). Í reglugerð um merkingu matvæla kemur fram að óheimilt er að eigna matvælum þá eiginleika að fyrirbyggja eða vinna á sjúkdómum manna (reglugerð 503/2005). Það er mikil þversögn í þessu. Hörgulsjúkdómar eru augljóst dæmi um sjúkdóma sem má fyrirbyggja og lækna með neyslu ákveðinna matvæla. Lþðheilsustöð hefur gefið út bækling með ráðleggingum um mataræði og næringarefni (endurbætur manneldismarkmiða). Að sögn þeirra má koma í veg fyrir skort á næringarefnum og stuðla að jafnvægi á milli næringarefna með því að fylgja honum og að með góðu fæðuvali megi draga úr líkum á ýmsum sjúkdómum. Einnig er vel þekkt að ákveðinn matur valdi sjúkdómum (s.s. tenging óhóflegrar neyslu mettaðrar fitu við  hjarta- og æðasjúkdóma) (Lþðheilsustöð, 2006). Samkvæmt lyfjaskilgreiningu eru lyf efni sem lækna sjúkdóma. Mataræði getur augljóslega fyrirbyggt króníska sjúkdóma en að lækna þá eftir að þeir hafa tekið bólfestu í líkamanum er annað mál. Mögulega má lækna sjúkdóm með mörgum samverkandi lífstílsþáttum þ.e. heildarmataræði, hreyfingu o.fl. umhverfisþáttum. Hins vegar ef einhver vara sem við neytum getur læknað sjúkdóm þá fellur hún undir skilgreiningu lyfja en ekki matvæla. Þar greinir á milli lyfja og matvæla (Briem, 2007).

Heimild: Sigrún Halldórsdóttir, Guðjón Þorkelsson og Þóra Valsdóttir, 2008.  Heilsufæði: Samantekt úr helstu flokkum heilsufæðis og vísindalegra sannana á virkni þeirra. Skýrsla Matís 19-08, júlí 2008. ISSN 1670-7192.

Birt:
Sept. 29, 2008
Höfundur:
Þóra Valsdóttir
Tilvitnun:
Þóra Valsdóttir „Heilsufæði, hvað er það?“, Náttúran.is: Sept. 29, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/29/heilsufaeoi-hvao-er-thao/ [Skoðað:April 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 9, 2012

Messages: