NSÍ fagna yfirlýsingu iðnaðarráðherra um algera verndun Þjórsárvera
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna yfirlýsingu iðnaðarráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, í hádegisfréttum RÚV þess efnis að friðlýsa beri Þjórsárver í heild sinni en ekki bara „hið sérstaka votlendi veranna.” líkt og kveður á um í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.
Yfirlýsing Össurar er jafnframt viðurkenning hans á því að markmið Fagra Íslands um að „Stækka friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar í samráði við heimamenn.” náði ekki fram að ganga í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Náttúruverndarsamtök Íslands telja einboðið að iðnaðarráðherra og/eða umhverfisráðherra leggi fram á Alþingi strax á haustþingi frumvarp eða þingsályktun um friðlýsingu Þjórsárvera í heild sinni. Reynir þá á hvort Sjálfstæðisflokkurinn er enn við sama heygarðshornið í náttúruverndarmálum.
Yfirlýsing Össurar er jafnframt viðurkenning hans á því að markmið Fagra Íslands um að „Stækka friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar í samráði við heimamenn.” náði ekki fram að ganga í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Náttúruverndarsamtök Íslands telja einboðið að iðnaðarráðherra og/eða umhverfisráðherra leggi fram á Alþingi strax á haustþingi frumvarp eða þingsályktun um friðlýsingu Þjórsárvera í heild sinni. Reynir þá á hvort Sjálfstæðisflokkurinn er enn við sama heygarðshornið í náttúruverndarmálum.
Birt:
14. júlí 2008
Tilvitnun:
Árni Finnsson „NSÍ fagna yfirlýsingu iðnaðarráðherra um algera verndun Þjórsárvera “, Náttúran.is: 14. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/14/nsi-fagna-yfirlysingu-ionaoarraoherra-um-algera-ve/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.