Súkkulaðifjöll
Brynhildur Pálsdóttir hefur hannað „súkkulaðifjöll“, konfektmola sem eru í laginu eins og þekkt íslensk fjöll og að innan lík jarðeðli þeirra. Hér er auðvitað um súkkulaðifjöll að ræða sem eru hrein listaverk. Hverju fjalli fylgir sérhönnuð askja í formi pappírspíramída. Brynhildur sýndi og seldi súkkulaðifjöllin í hönnunarverslun Brums á sýningunni Hönnun og heimili nú um helgina.
„Þegar jarðfræði fjalla er skoðuð minnna þau oft á þverskurð af girnilegum konfektmola. Kvikuhólfin verða að karamellu, bólstrabergið er hnetufylling, snjólög verða hvítt súkkulaði, svartir hamrar dökkt súkkulaði. Molarnir eru stærri en hefðbundnir konfektmolar enda eru fjöll stærri.“ Sjá nánar á sukkuladifjoll.com.
Birt:
22. október 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Súkkulaðifjöll“, Náttúran.is: 22. október 2007 URL: http://nature.is/d/2007/10/22/skkulaifjll/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. september 2010