Heilsutengd ferðaþjónusta í Skíðadal
Að Klængshól í Skíðadal reka hjónin Anna Dóra Hermannsdóttir og Örn Arngrímsson ferðaþjónustu með áherslu á heilsufæði og nálgun við náttúruna út frá hugleiðslu, yoga, Cranio Sacral Therapy, og gönguferðum svo eitthva sé nefnt. Dvöl í Skíðadalnum er tilvalin leið til afslöppunar og endurnýjunar.
Að sögn Önnu Dóru býður Klængshóll upp á mikið einnig á þessum árstíma þegar kyrrðin færist yfir náttúruna og verður næstum áþreifanleg. Nú eru farfuglarnir flognir og ferðamenn sjaldgæf sjón og því góður tími til að næra sálina í hinum ægifagra Skíðadal og láta dekra við sig.
Klængshóll er nú í lífrænisaðlögun og jörðin fær væntanlega vottun á næsta ári.
Bókanir og allar nánari upplýsingar eru að finna á skidadalur.is
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heilsutengd ferðaþjónusta í Skíðadal“, Náttúran.is: 28. september 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/heilsutengd_ferdatjon/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 29. apríl 2010